Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Page 10
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sýnilega fast við kröfuna um forræði yfir úthafinu. III A 17. öld fer konungi að ganga erf- iðlegar að halda til streitu kröfu sinni um óskorað forræði Norðurhafa. Og þá fyrst kemur til sögunnar skipan sem líkja má við landhelgi í nútíma- skilningi. 16. des. 1631 veitir konung- ur félagi því sem hafði á hendi ein- okunarverzlunina leyfi til hvalveiða við ísland. Félaginu var jafnframt fengin löggæzla á hafinu, svokölluð skipatökuheimild. Skyldi það taka skip annarra þjóða, hvalveiðiskip og duggara, ef þau kæmu nær landi en 6 mílur, en gagnvart Bretum skyldi miða við 4 mílur. Svipaðri undan- þágu hafði Kristján IV Danakonung- ur heitið Karli I Englandskonungi i hréfi 13. des. 1631, og segist hann þar af góðvild sinni hafa ákveðið að leyfa hrezkum þegnum fiskveiðar við ís- land, að því tilskildu að þeir haldi sig í 6 mílria fjarlægð frá ströndum lands- ins. Kristján konungur IV mun hafa haft sérstakar ástæður til þessara til- slakana, því að það var einmitt hann sem hafði haldið fram 8 mílna land- helgi við ísland. Hér verður að gefa þá skýringu, að samkvæmt áliti eins hins helzta sér- fræðings á þessu sviði (Chr. B. V. Meyer) var hér átt við gamlar norsk- ar mílur, en ein þesskonar míla jafn- gilti 6 sjómílum, eða 11.294,73 metr- um. Samkvæmt þessu hefur „land- helgin“ fyrst verið 48 sjómílur. Skyldu öll skip vera ófriðhelg og upp- tæk ger er nær sigldu landi. En sam- kvæmt leyfisbréfinu frá 1631 skal landhelgin vera 36 sjómílur, en Bret- um veitt undanþága til veiða upp að 24 sjómílna beltinu. Þannig hefur allt svæðið innan 36 sjómílna fjarlægðar frá ströndum verið sérstaklega helgað landsmönnum einum og verzlunarfé- laginu, með þessari einu undantekn- ingu. í leyfisbréfinu 31. júlí 1662 er aðeins talað um 4 mílur, þ. e. 24 sjó- mílur, en refsingin er upptaka skips og farms ef fiskað var nær landi. Smám saman varð sú breyting á þessu að dönsk yfirvöld fóru að miða við danskar mílur, og eru 4 sjómílur í hverri svo sem alkunna er. Má því fullyrða að á tímahilinu 1662 til 1859 var landhelgi íslands aldrei minni en 16 sjómílur. Allt þetta tímabil, þ. e. nálega 200 ár, voru firðir og flóar lokaðir, og refsingin upptaka skips og farms ef út af var brugðið. Þetta var ítrekað hvað eftir annað allt tíma- bilið. Árið 1740 voru sjö hollenzk fiski- skip tekin í landbelgi hér við land. Voru þau gerð upptæk og sex þeirra seld á uppboði í Kaupmannahöfn. Mál þetta hefur orðið mjög frægt í þjóðaréttinum. Skjöl málsins og bréf Danakonungs til Hollandsstjórnar sýna, að ekki hefur verið ætlun kon- ungs að sleppa tilkalli til Norðurhafa 88

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.