Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Síða 11
LANDHELGI ÍSLANDS
með ákvæðum hvalveiðileyfisins 1631
og síðari samskonar leyfisbréfum.
Bendir ýmislegt til þess að í leyfisbréf-
um þessum hafi ekki verið um land-
helgi að ræða í nútímaskilningi, held-
ur hafi með þessu átt að gefa einok-
unarmönnum einhverskonar erindis-
bréf, m. a. til skipatökunnar. Að
minnsta kosti setur konungur ekki
fastar reglur um landhelgi við Dan-
mörku og Noreg fyrr en 1810 að því
er varðar fjarlægð frá ströndum. í
skipatökureglugerð Danmerkur 28.
marz 1810 er fjarlægðin ákveðin 4
sjómílur. Með konungsúrskurði 22.
febr. 1812 var skorið úr ýmsum vafa-
atriðum varðandi víðáttu landhelg-
innar í Noregi og Danmörku; skyldi
hún talin ein dönsk míla. Þessi kon-
ungsúrskurður var aldrei birtur á ís-
landi. ísland er ekki nefnt í texta
hans, og hefur hann því aldrei öðlazt
lagagildi hér á landi, enda þótt til
hans sé vitnað í bréfi dómsmálaráðu-
neytisins 18. apríl 1859, og þó að
varðskipsmönnum væri með bréfinu
falið að verja aðeins 4 sjómílna belti.
Þar að auki voru hinar gömlu reglur
um lokun flóa og fjarða aldrei felld-
ar úr gildi, sbr. t. d. tilsk. 13. júní
1787, enda héldust hinar eldri refs-
ingar samkvæmt henni allt til ársins
1872. Einnig má minna á konungs-
bréfið 3. maí 1846, en þar segir að
vísu á þá leið að hinum gömlu laga-
boðum um 4 mílna landhelgi (þ. e.
24 eða 16 sjómílur) verði ekki fram-
fylgt með þeim strangleika sem boð-
inn er, heldur þannig að útlendingar
torveldi ekki dönskum eða íslenzkum
fiskimönnum veiðar á hinum hægustu
miðum, „livort heldur er itinan eSa
utan þessarar fjarlœgSar frá strönd-
inni‘‘. Þetta sýnir að konungur telur
sér enn heimilt að meina þegnum
annarra ríkja veiðar „á hinum hœg-
ustu miSum“ hér við land, þótt utan
landhelgi sé, þ. e. á helztu fiskimið-
um landsmanna eða e. t. v. hinum eig-
inlegu íslandsmiðum öllum.
Samkvæmt tilsk. 13. júní 1787 voru
flóar allir og firðir lokaðir útlending-
um nema í neyð. Ekki var minnzt á
víðáttu landhelginnar í lilskipun þess-
ari, en víst er um það að hún var ekki
þrengd. Hitt er athyglisvert að fast
skuli vera haldið við lokun fjarða og
flóa. Þar er meðal annars að finna
sögulega heimild vora að kröfu nú-
tímans um langar grunnlínur. Efa-
laust hefur þetta kerfi verið í gildi allt
til 1903, því að orðalagið í tilskipun
12. febr. 1872, að útlendingar skuli
sæta sektum ef þeirveiða fyrir strönd-
um íslands „innan þeirra takmarka á
sjó þar sem landhelgi er, eins og þau
eru ákveðin í hinum almenna þjóða-
rétti“, getur ekki afnumið ákvæðin.
m. a. vegna þess að aldrei hefur fyrr
eða síðar gilt nein alþjóðleg regla um
víðáttu landhelginnar. Og þar eð þessi
regla hefur aldrei verið formlega úr
lögum numin hér á landi hlaut oss að
vera heimilt að krefjast þess að hún
89