Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Síða 12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR kæmi aftur til franikvæmda sjálfkrafa þegar nauðungarsamningurinn frá 1901 við Breta féll úr gildi árið 1951 eftir aðeins 48 ára gildistíma. Alþingi hóf þegar eftir árið 1860 haráttu á móti undanlátssemi Dana, og þó að þingmenn sýndu þá eins og oft síðar mikla vanþekkingu á sögu- legum rétti vorum í landhelgismálinu, þá var meirihlutinn andvígur tilslök- un þeirri sem fólst í tilsk. 12. febr. 1872, og felldi úr frv. hina tilvitnuðu setningu, en konungur fór sínu fram. Eftir þetta virðast ýmsir fara að líta svo á að hér eigi að gilda 3 sjómilna landhelgi, dregin þannig að hún fylgi sem mest lögun strandarinnar og kræki inn á hverja vík og hvem vog. En af Landsyfirréttardómum frá þessu tímabili sézt jafnframt að dóm- stólar munu hafa talið gömlu regluna um 24 eða 16 sjómílur í gildi og full- víst er að firðir og flóar voru ennþá lokaðir að réttum lögum, enda þótt tilsk. 12. febr. 1872 afnæmi refsi- ákvæði tilsk. 13. júní 1787. Bretar fóru nú að herða róðurinn. Heimtuðu þeir af dönskum yfirvöldum, að sér yrði leyft að fiska upp að 3 sjómílna belti við ísland. Danir virðast hafa staðið allvel á móti þessari kröfu í langan tíma, en vegna erfiðleika í sín- um eigin þjóðarbúskap létu þeir að lokum undan síga og gerðu samning- inn frá 24. maí 1901, þar sem Bretum var veitt undanþága til þess að veiða upp að 3 sjómílna beltinu við Færeyj- ar og ísland, þar á meðal í flóum og fjörðum. Samningurinn var í gildi frá 31. marz 1903 til 3. október 1951. Það er ólíklegt að þeir sem þekkja málavexti telji að sá „sögulegi réttur“ sem Bretar hafa öðlazt með þessari 48 ára undanþágu sé þungur á metun- um þegar hann er borinn saman við meira en 900 ára óskorað fullveldi vort á íslandsmiðum. En Bretar vissu hvað þeir ætluðu sér. Áreiðanlegir fræðimenn telja að með þessum samn- ingi hafi 9/10 hlutar af nothæfum fiskimiðum landsmanna lent utan við landhelgislínuna. Og ber þá að sjálf- sögðu að hafa í huga að um aldamót- in síðustu voru fiskiskipin nær ein- göngu opnir árabátar og fáeinar segl- skútur. Samningurinn frá 1901 var aðeins undanþága fyrir Breta. Aðrar þjóðir gátu að vísu gerzt aðilar að honum eftir vissum reglum, en með því að engin þjóð gerði svo var einsætt að láta hin gömlu landhelgismörk gilda gagnvart þeim. En það var því miður ekki gert. Kom hér til vanþekking ís- lenzkra og danskra yfirvalda, ótti við að standa á rétti vorum, eða við- skiptasjónarmið. í reyndinni nutu er- lendar fiskveiðaþjóðir góðs af ákvæð- um samningsins. Og tækifæri sem bauðst árið 1928 til þess að staðfesta vorn forna rétt kunni Hæstirétlur ekki að nota. Kom þar bæði fram mjög örlagarík vanþekking dómenda á íslenzkum rétti og alþjóðalögum. 90

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.