Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Side 13
LANDHELGI ÍSLANDS
IV
En aðrir vissu betur. AriS 1930 var
endanlega staðfest af ríkisstjórnum
og fræðimönnum á hinni miklu ráð-
stefnu í Haag um réttarreglur á haf-
inu, að engin alþjóðaregla væri til um
víðáttu landhelginnar. En nú var
krafan um yfirráð yfir landgrunninu
komin til sögunnar. Fyrst í stað virð-
ist íslenzkum fræðimönnum ogstjórn-
málamönnum ekki hafa verið um
hana kunnugt, en hinsvegar var allt
síðan árið 1918 er ísland fékk sjálf-
stæði sitt viðurkennt, haldið vakandi
kröfunni um endurskoðun eða upp-
sögn samningsins við Breta.
Árið 1946 lýsti sjávarútvegsmála-
ráðherra yfir því að vér íslendingar
ættum að helga oss einum allt land-
grunnið. Þessi krafa fékk svo skjótar
undirtektir að árið 1948 voru sett á
Alþingi lögin um vísindalega verndun
fiskimiða landgrunnsins. Á grundvelli
þeirra var sett hin vanhugsaða frið-
unarreglugerð fyrir Norðurlandi árið
1950 og ennfremur samskonar friðun-
arreglugerð umhverfis allt landið
1952. í báðum þessum reglugerðum
var miðað við einhverskonar 4 sjó-
mílna friðunarhelti og fremur stuttar
grunnlínur. Þetta kerfi átti enga stoð
í vorum rétti, og sem betur fer tókst
talsmönnum þess hér og erlendis
aldrei að festa það í sessi.
Næsta skrefið var reglugerðin 30.
júní 1958, en með henni var tekin
upp hér við land 12 sjómílna fisk-
veiöalandhelgi. Þetta var mikil fram-
för, einnig að því leyti að nú er talað
um fiskveiðalandhelgi í stað friðun-
arbeltis í tveimur fyrri reglugerðun-
um. Samkvæmt þeim var öllum bönn-
uð veiði innan markanna, þar á með-
al íslendingum, en með nýju reglu-
gerðinni er íslendingum heimilað að
stunda ýmsar veiöar i landhelgi eftir
nánari reglum. En á þessu kerfi er sá
megingalli, að fiskveiðalandhelgi er
ekki landamæralína í skilningi þjóða-
réttarins, og kemur því ekki að sama
gagni og pólitísk landhelgi eða al-
menn lögsögulandhelgi. Þessi tilslök-
un var gerð til þess að þóknast Bret-
um, svo að þeir gætu að réttum ís-
lenzkum og alþjóÖlegum lögum haft
herskip við gæzlu veiðiþjófa í fisk-
veiðalandhelginni, enda hafa þeir
notað sér þessa nýju undanþágu ó-
spart. Aðgerðir Breta hafa þó orÖið
til þess að auka áhuga og skilning
landsmanna á málinu. Allir munu nú
sjá og skilja að ekki er lengur hægt
að viðhalda þessum tvískinnungi: að
Bretum sé leyft óátalið að halda uppi
hernaðaraðgerðum innan fiskveiða-
landhelginnar, en vér teljum oss þó í
orði kveðnu hafa þar einkarétt til
friöunar og veiða. í þessu efni mætt-
um vér gjarnan hugleiða gátu Ham-
lets: að hrökkva eða stökkva, það er
vandinn.
91