Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Page 15
LANDHELGI ÍSLANDS
getur átt á hættu að verða svipt við-
urkenningu. Þessvegna verða lands-
menn sjálfir að vera á verði og gera
sitt til að stöðva tómlæti og linkind
yfirvaldanna. Annars er hætta á að sá
hópur fari enn vaxandi erlendis sem
er á þeirri skoðun að oss sé engin al-
vara í landhelgismálinu.
VI
Hafið umhverfis Island, Islandsmið
forn og ný, eru hluti af íslandi, sam-
eign vor íslendinga heima fyrir, al-
menning hafs, en séreign vor gagn-
vart öðrum þjóðum.
Að sinni munu 12 sjómílur nægja
oss sem almenn pólitísk landhelgi. En
utan þeirrar línu munum vér í fram-
tíðinni helga oss fiskimiðin til frið-
unar og veiða á grundvelli sögulegr-
ar hefðar, gildandi landgrunnslaga og
nauðsynjar þjóðarinnar. Því að það
er sannarlega rétt sem íslenzka ríkis-
stjórnin sagði í bréfi sínu til Samein-
uðu þjóðanna 5. maí 1952: „.. .Vissu-
lega má segja að fiskimiðin við
strendur landsins séu lífsskilyrði fyrir
íslenzku þjóðina (conditio sine qua
non), því að það eru þau sem gera
landið byggilegt. Ríkisstjórn íslands
telur sér heimilt og beinlínis skylt að
gera einhliða allar nauðsynlegar ráð-
stafanir til þess að viðhalda þessum
auðlindum."
Vafalaust væri rétt að vér helguð-
um oss einum sérstakt viðbótarbelti
utan pólitísku landhelginnar, t. d. 12
sjómílur í samræmi við eldri hefð.
Margir erlendir fræðimenn hallast að
þesskonar reglu, þegar strandríkið á
afkomu sína að verulegu leyti undir
fiskveiðum. Þessari reglu vex ört
fylgi, sbr. t. d. ákvörðun strandríkja
Suðurameríku og tillögu Mexíkó á
ráðstefnunni í Genf. Ég tel að vér eig-
um ekki til lengdar að sætta oss við
minna en 16—24 sjómílna landhelgi.
Landhelgismálið er sjálfstæðismál,
barátta fyrir sögulegum rétti og fram-
tíðarnauðsyn. í þessu máli munum
vér sigra eins og öðrum þáttum sjálf-
stæðisbaráttunnar. Því hærra sem
markið er sett, því meiri verður sig-
urinn. Sagan sýnir að ýtrustu kröf-
urnar reyndust alltaf réttustu kröf-
urnar.
Helztu heimildarrit:
Alþingisbœkur lslands — Alþingistíð-
indi ■— Einar Arnórsson, Agrip aj íslenzkri
stjórnlagajrœði I, útg. Bjarni Benediktsson,
(Rvík 1935) — Grágás (Kbh. 1852—70) —
Islenzkt fornbréjasajn — Jónsbók (Kbh.
1904) — Lagasajn handa alþýðu (Rvík
1888—1910) — Landsyjirréttardómar (Rvík
1875—1920) — Lovsamling for Island
(Kbh. 1853—1899) — Ch. de Martens,
Causes célébres du droit des gens (1827) -—
Christopher B. V. Meyer, The Extent oj
Jurisdiction in Coastal IEaters (Leiden
1937) — M. W. Mouton, The Continental
Shelf (Ilaag 1952) -— Ólafur Jóhannesson,
Lög og réttur (Rvík 1952) — Stefan Riesen-
feld, Protection of Coastal Fisheries undcr
International Law (Washington 1942) —
Amold Ræstad, Kongens Strömme (Krist-
iana 1912) — Stjórnartíðindi — Tíðindi um
stjórnarmálefni Islands (Kbh. 1864—1875).
93