Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Page 24
TIMARIT MALS OG MENNINGAR sýndi honum ýmsan sóma, eins og til dæmis þessi ríki fulltrúi. Hvað ætli að verði úr þessum þarna, með ekki meira vit í kollinum, hugsaði Mattis og fyllt- ist stærilæti. Með tíð og tíma eignast ég sjálfur bækur, fulla hillu . .. eignast eins margar og fulltrúinn, kannski fleiri. Það verður eitthvað úr mér, en þessir vesalingar þarna . . . En í sama bili var hroki hans rokinn út í veður og vind og vonleysið hafði aftur náð tökum á honum og hann vissi ekki hvers vegna hann varð svo lítil- mótlegur. Kannski var það af því að hann var frá Letingjalandi, var slæmur í fætinum og rýr á kálfann og fremur lítill eftir aldri. Eða var það kannski af því að þetta var of stór dagur í lífi hans. Mattis hélt áfram niðurlútur og kvíðinn. Veðrið var eins og bezt varð á kos- ið. Það varð mildara er líða tók á morguninn. Það var vor í lofti, og þótt enn sæjust þess fá ytri merki, þá varð maður jiess var. Trén stóðu nakin og varla stingandi strá að sjá. En öðru hverju heyrðist fluga suða og það var gróður- ihnur úr jörðu og sól skein í heiði. Að afliðandi hádegi haltraði Mattis heim á leið úr kaupstaðnum. Hann hafði ekki gleymt neinu, sem hann átti að kaupa. í vasanum hafði hann pant- anir móður sinnar og brjóstsykursögn handa krökkunum og hárnálabréf handa mömmu. Það voru gjafir. Og undir handleggnum hélt hann á bókinni. Það var jiung, jiykk, næstum ómeðfærileg bók, veraldarsaga. Á leiðinni gegnum bæinn gat hann varla á sér setið að líta í hana, en það gat ekki gengið að setjast á gangstéttina og fara að lesa i miðri umferðinni. Hálftíma siðar var hann koininn inn í skóginn. Ennþá hafði hann getað stillt sig um að líta í bók- ina. Hann svipaðist um eftir hentugum stað, jiar sem hann gæti setzt með bók- ina. Hann fór framhjá mörgum blettum, þar sem sólar naut vel. Hann varð að fá sólríkasta rjóður skógarins, og þar að auki naut hann þess að draga það á langinn. Að lokum nam hann staðar, því að nú voru trén orðin strjálli úti í skógar- jaðrinum, þar sem sinan var þurr og mjúk viðkomu. Hér settist hann og hag- ræddi sér í sólskininu. Nei, það var ennþá ekki tímabært að opna bókina. Hann tók fram nesti sitt sem móðir lians hafði búið hann út með og vafið var inn í dagblaðapappír. Meðan hann hámaði í sig brauðið, las hann allt sem stóð á blaðsneplinum, þótt hann kynni það næstum utanbókar. Öðru hvoru skotr- aði hann augunum til bókarinnar. Síðan braut hann blaðið saman, stakk jrví í barm sinn og skreið svo varlega niður í skurðinn og þvoði sér um hendurnar í köldu vatninu og þurrkaði sér á buxunum. Loks tók hann bókina og vóg hana í höndum sér. Aldrei hafði hann haldið á jafn jiungri bók. Og hann fór að 102

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.