Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Síða 25
BÓKIN
fletta henni varfærnislega, það hafði fulltrúinn kennt honum, en brátt af meiri
ákefð. Það voru myndir í bókinni, en hann gaf sér ekki tíma til aö skoða þær
núna, og Mattis lét sig líka lesmálið meiru skipta en myndirnar. Hann byrjaði
aftur á byrjuninni. Egyptar. Las. Pýramídarnir. Hann las.
Það var reyndar kalt hér í skógarjaðrinum þrátt fyrir sólskinið. Þetta var
snemma árs. Það setti brátt hroll að Mattisi, þar sem hann lá og las. Hann ók
sér nokkrum sinnum, lyfti höfði og leit í kringum sig ánægður á svipinn, eins
og hann kynni vel við sig í félagsskap trjánna. Mattis las ekki eins og fólk ger-
ist og gengur. Lesturinn heltók hann eins og hitasótt. Augun þutu yfir línurnar
eins og kólfi væri skotið, en bókstafirnir urðu að litlum sprelllifandi dýrum,
sem sentust inn í heila hans og iðuðu þar og fiðruðu, svo að blóðið svall í æð-
um hans. Og þótt efnið væri sterkt og hrífandi eins og í þessari bók, var líkt og
atburðir og persónur stykkju alsköpuð út úr höfði hans, eins og liann skajiaði
þetta allt sjálfur.
Það var liðinn alllangur tími, og Mattis var kominn aftur í Persa. Nú rank-
aði hann ónotalega við sér, stóð upp með erfiðismunum og komst á stað aftur
með bókina undir hendinni. Þegar hann beygði inn á hina fáförnu götu milli
skurðanna, reyndi hann að lesa gangandi, en bókin var ákaflega þung, hann
kenndi til í handleggjunum og brjóstinu, sem hann studdi bókina við. Hann
hrökk líka við þegar hann sá, hve mikið hann var búinn að lesa. Þótt liann ætl-
aði sér að lesa bókina oft, átti hún að endast að minnsta kosti í mánuð.
Þegar hann skömmu síðar fór framhjá rjóðri í kjarrskóginum og sá hve
síðdegissólin skein aðlaðandi, gat hann ekki lengur staðizt mátið. Hann laum-
aðist þangað, settist við digran og dökkan hvítþyrni og tók til óspilltra mál-
anna við lesturinn.
Hann las um Grikki.
Og nú varð honum ljóst, að hann gæti ekki hætt fyrr en myrkrið skylli á.
Það mátti einu gilda, hvort hann lægi á grasbletti undir þungbúnum hvítþyrni
eða hvort hann hefði legið úti á yztu endimörkum veraldar. Hann hlaut að
lesa. Það skipti engu máli, hvort mamma lians væri farin að óttast um hann,
því að hann var eins og maður sem orðinn er viðskila við ættfólk sitt. Hann var
mannsandinn horfinn á vit fortíðarinnar. Hvernig gat staðið á því, að hann
var orðinn tólf ára án þess að hafa heyrt getið um Grikki, um Laugaskarð og
Leonidas, um Þemistokles? Þjóðirnar tóku á sig mynd í huga hans. Þær strit-
uðu, reikuðu um, háðu styrjaldir, sóttu á höf út, fundu upp gler, lituðu klæði
sín purpura. Og nýjar hersveitir voru í heiminn bornar. Kartagó, Róm, Mar-
íus, Cesar, Augustus, Kimbrar og Vandalar. Katakomburnar.
103