Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Side 46

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Side 46
ZOFIA LISSA Cliopin og pólsk þjóðlög egar rætt er um þjóðleg einkenni í tónlist Chopins, eru það ekki eingöngu tengsl tónskáldsins við pólsk þjóðlög sem skipta máli. Þegar alls er gætt má greina áhrif alþýðutónlistar og þjóðlaga á verk margra tónskálda fyrir daga Chopins: Or- lando di Lasso, Johann Sebastian Bach, þó ekki sé ininnzt á Haydn og Beethoven, not- uðu allir alþýðulög, vinsæl á þeirra tíð, og stílfærðu hljóðfall þjóðdansa og þjóðlaga. Samt sem áður finnst ekki í tónlist þeirra sú auðlegð þjóðlegra einkenna, sem öll verk Chopins eru þrungin af. Á eftir Chopin leit- uðu Brahms og Moussorgsky, Szymanowski og Bartok, De Falla og Strawinsky og mörg önnur tónskáld hugmynda í þjóðlegum erfðum. Sum þeirra notuðu þjóðlög ann- arra landa, án þess að hætta að vera þjóðleg tónskáld eigin þjóðar. En þegar allt kemur til alls ákvarðast þjóðleg einkenni tónverka ekki eingöngu af einstökum þjóðlegum atriðum sem þau innihalda, enda voru það ekki áhrif pólskra þjóðlaga á Chopin sem ákvörðuðu hin óvefengjanlegu pólsku ein- kenni allra verka hans. Vér leggjum áherzlu á að þessi einkenni koma í ljós í öllum verkum hans, því það væri algjörlega rangt að einangra verk með greinilegum þjóðleg- um einkennum, svo sem mazurka, polonesur eða sönglög, frá rómantísku verkunum eða verkum hins „hreina forms“. Tengsl Chopins við pólska menningu, hin skýra afstaða hans gagnvart lífi þjóðar sinnar, gagnvart þeim vandamálum sem á þeim tíma höfðu úrslitaþýðingu fyrir pólsku þjóðina, og sú staðreynd að hann batt sitt eigið líf lífi þjóðarinnar — allt þetta til samans setti merki Póllands á tónlist hans. Chopin var fær um að hugsa og skynja í pólskum tónsetningum vegna þess að saga og örlög þjóðarinnar voru hans eigin saga og örlög. Og tilfinningar lians voru óbreytt- ar eftir að hann settist endanlega að í París. Hann settist þar að sem pólskur útflytjandi af frjálsum vilja, en hugur hans var undir sterkum, óafmáanlegum áhrifum reynslu hans í Varsjá, reynslu æskuáranna. Þótt Iiann eyddi hálfri ævi sinni utan föðurlands- ins, hélt hann áfram að vera Pólverji til hinztu stundar, og þessvegna eru sérein- kenni verka hans pólsk. Það er ekki tilvilj- un að mazurkar fléttast inn í öll önnur verk hans og að lokaþætti ævistarfs hans lauk með mazurka. Hinn pólski stíll tónlistar Chopins er myndaður af mörgum þáttum: næmur hug- ur hans drakk í sig áhrif frá hinum mis- munandi hliðum þjóðlífsins. Þjóðlög gegna hér tvímælalaust mjög mikilvægu hlutverki, og eru sá þáttur sem auðveldast er að greina en enganveginn sá eini. Verk Chopins end- urspegla ótal bönd sem tengdu hann við pólska menningararfleifð, og það var ein- mitt þessi arfur sem mótaði hinn persónu- lega og einstæða tónlistarstíl hans, sem jafnframt er fullkomin mynd hinnar full- þroska rómantísku stefnu í Evrópu. Og ef pólsk menningararfleifð ákvarðaði hin mis- 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.