Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Síða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Síða 47
CHOPIN OC PÓLSK ÞJÓÖLÖG munandi form tónsmíða Chopins, ákvarðað- ist innihaldið, hin einstæðu séreinkenni tjáningar hans, af baráttu þjóðarinnar fyrir frelsi sínu. Áður en nánari grein er gerð fyrir skuld Chopins við pólsk þjóðlög, verður reynt að lýsa þessum tengslum betur. Nú á dögum virðist óþarfi að reyna að sanna, að umhverfið, sem tónskáldið vex upp í, hafi sterk áhrif á ímyndunarafl þess. Tónlistarreynsla hans — það er að segja sú tegund tónlistar sem hann elst upp við, sem hann heyrir utan að sér og endurspegl- ar þjóðlífið — mótar vafalaust tónhugsun tónskáldsins. Hann verður bæði fyrir áhrif- um af æðri tónlist og alþýðutónlist, og einnig af lagi sinnar eigin tungu, af bók- menntum þeim sem hann les, landslagi sem liann dáist að, listaverkum sem hann sér, en framar öllu öðru er hann næmur fyrir sögu þjóðar sinnar, sem hann tileinkar sér full- komlega, og bindur eigin örlög við örlög lands síns. Þessir flóknu þættir ákveða þær hliðar arfleifðarinnar, sem tónskáldið til- einkar sér, þeir ákveða einnig afstöðu tón- skáldsins gagnvart erlendri menningarhefð, og segja til um hvað af henni hann muni samlaga sér. Valið sýnir persónulegar hneigðir tónskáldsins, og hvað það snertir var Chopin engin undantekning. Chopin byggði á pólskri listhefð, frá því fyrir rómantíska tímann, í polonesum sín- um, sem hann samdi frá bemskuárum, og fyrir hans tíð voru iðkaðar af Oginski, Kuprinski, Elsner og mörgum öðrum minni háttar pólskum tónskáldum. En við eigum Chopin að þakka, ef ekki tímanum sem hann lifði á og túlkaði, að úr hinni væmnu stássstofutónlist og polonesunni eins og hún var dönsuð á þeim tíma, urðu til hin ástríðufullu og dramatísku ljóð, víðsfjærri þeirri mynd polonesunnar sem tíðkaðist fyrir daga Chopins. Hin glæsilegu en yfirborðslegu konsert- stykki Hummels og noktúrnur Fields, og sams konar verk pólskra tónskálda svo sem Maríu Szymanowska og Feliks Ostrowski, voru mjög í tízku í Varsjá um þær mundir er Chopin ólst þar upp. Chopin gaf þessum gamalkunnu formum nýja merkingu og kjarna. Á æskuárum Chopins vöktu ballöður Mickiewicz mikla hrifningu í Varsjá, og í ballöðum sínum gaf Chopin hreinum tón- listarformum epískan og dramatískan anda. I tíð Chopins dýrkaði fólkið í Varsjá Pólland fortíðarinnar, Pólland þungbærrar reynslu og stoltra riddara. Chopin túlkar þetta hugarfar í hinum tígulegu polonesum sínum sem eru pólskar bæði að innihaldi og vegna hins einkennandi pólska dans- hljóðfalls. En það var sú saga Póllands og þeir sögu- legu atburðir sem Chopin varð vitni að, sem leiddu af sér hina byltingarkenndu kafla í C-moll etýðum hans, op. 10 og 25, og höfðu áhrif á D-moll-prelúdíuna, hinn dramatíska kraft skerzóanna, liinn drunga- lega blæ sumra prelúdíanna (A-moll), eða marsins í B-moll-sónötunni. Liszt, sem varð fyrstur til að kalla etýðuna í C-moll „Bylt- ingaretýðuna", eða Schumann, höfundur hinna þekktu ummæla um „fallbyssur fald- ar undir blómum", gátu lesið í tónlist Chopins bein viðbrögð hans við örlögum landsins og hinni dramatísku frelsisbaráttu Eðlisávísun snillings vinnur jafn örugg- lega og markvisst og vitund gáfaðs fólks. Þessi örugga eðlisávísun vísaði honum leið frá því hann samdi sín fyrstu tónverk, og leiddi hann að hinni írjóustu uppsprettu andagiftar, pólskum þjóðlögum. En þjóðleg einkenni í list leiða skapandi listamann annaðhvort út í einhvern útkjálkann eða hina víðu veröld. Ef þjóðlegar erfðir lyftu Chopin á hátind listarinnar, var það ekki aðeins vegna mikilla hæfileika hans. Hinn náni skyldleiki hans við líf, menningu og 125

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.