Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Qupperneq 48

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Qupperneq 48
TIMARIT MALS OG MENNINGAR iirliig þjóðarinnar liafði hér jafn mikilvægu hlutverki að gegna og persónuleg afstaða Chopins, hins rómantíska listamanns, til þjóðlaga. Cliopin þurfti ekki að gera ná- kvæma stælingu á þjóðlögum, líkt og mörg önnur minniháttar tónskáld gerðu. Hann tók allt það af hinum þjóðlega arfi, sem gæti orðið kynslóð hans aflgjafi til að mynda ný stílræn atriði. Vegna Chopins urðu þjóðleg einkenni mikilvæg atriði í þróun tónlistarstíls, lians eigin stíls, stíls hins rómantíska skóla kynslóðar hans, tón- listarstíls þjóðar hans —- hins þjóðlega pólska stíls. Honum tókst að ná fullkomnu jafnvægi þessara þriggja atriða, og þess vegna er tónlist hans fram á þennan dag fullkomnasta mynd hins þjóðlega pólska stíls. En á undan Chopin leituðu Kurpinski og Elsner hugmynda í þjóðlegum erfðum og á undan þeim Stefani, Kamienski og margir fleiri; samt sem áður er gapandi, óbrúanleg gjá milli þeirra og Chopins. Til þess að skýra þetta er ekki nóg að benda á hina mismunandi hæfileika, lítilmótleika hinna og snilligáfu Chopins. Þótt því verði ckki neitað, að þessi nmnur var mikilvægur, er liinn raunverulega misniun annarsstaðar að finna. Grundvallarmumirinn á þýðingu þjóðlegra erfða fyrir Chopin og þýðingu þeirra fyrir önnur tónskáld fyrir og eftir lians daga (að Szymanowski undanskildum, sem fór sömu leið og Chopin) er að Chopin Iagaði ekki hugmyndir þær sem hann fékk úr þjóðlögum að ríkjandi listrænum reglum síns tíma, hann fór hina leiðina og lagaði eigin tónhugsanir og hugmyndir að grund- vallaratriðum leiddum af þjóðlögum. Tón- liugsun hans og listrænt hugarflug eru þrungin þjóðlegum einkennum, og af þjóð- legum erfðum Póllands dró hann sínar eig- in aðferðir sem leiddu til ummyndunar tón- list?rstíls lians eigin tíma. Þjóðlegar erfðir Póllands voru Chopiu náma eigin tónlistar- hragða, sem hann notaði síðan í öllum teg- undum verka sinna, ekki aðeins í þeim sem voru í beinum tengslum við þjóðdansa, líkt og danstónlistin. Alkunna er, að raunveru- leg þjóðlagastef finnast tæpast í verkum Chopins, að liann notaði ekki fullskapaðai heildir. Af næmri eðlisávísun kunni Chopin aö greina séreinkenni hinna þjóðlegu erfða frá, að gefa þeim almennt gildi og nota þau að eigin geðþótta; þrátt fyrir hin pólsku einkenni verka hans finnst ekki í þeim eitt stef sem tónskáldið hefur ekki sjálft skap- að. Chopin var aðeins fyrri hluta ævi sinnar í beinni snertingu við raunverulega þjóð- lega pólska menningu. Fyrir utan glugga kránna hlustaði hann á þorpsspilarana, og horfði á hátíðarhöld í þorpunum með hin- um þróttmiklu dönsum; hann hlustaði á dapurlegan söng fiðlunnar og drynjandi tón bassanna; hann heyrði lag smalaflaut- unnar í fjarska berast yfir engin, hann hlustaði á prímadonnur þorpanna, í Sza- farnia og Poturzyna; í Varsjá nam síðan næmt eyra hans sömu stefin í breyttri „borg- arútgáfu". Brottflutningur reif Chopin frá föðurlandi sínu þegar haiin var 20 ára gam- all. Hann flutti með sér til Frakklands ó- gleymanlegar minningar um líf og söngva Pólverja og varðveitti þær alla ævi, til hinztu stundar, til síðasta ínazurkans sem hinum laiiga lista verka lians lauk með. Chopin lifði í 19 ár á minningum sínum, en ári fyrir andlát sitl skrifaði hann í bréfi frá Edinborg (1848) „... ég man varla lengur hvernig sungið er í Póllandi ...“ En allt það sem Chopin flutti með sér frá æskuár- um entist honum hið stutta líf hans. Ilvaða atriði tók Chopin frá pólskum þjóðlögum og hvernig notaði hann þau? Nægar sannanir eru fyrir því að varla finnst nokkurt atriði í stíl Chopins, sem var ekki mótað að meira eða minna leyti af áhrifuni frá pólskum þjóðlögum. Frá þeim tók 126
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.