Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Side 49
CHOPIN OG POLSK ÞJOÐLOG Cliopin bæði hin einkennandi grundvallar- atriði laglínumyndunar og tóntegunda, bæði hinn óreglulega takt og hraðasveiflur einkennandi fyrir þjóðlagaflutning (hið fræga rubato Chopins), bæði j)á aðferð að byggja upp lag með jjróun eins stefs og sér- kenni skreytinga þess. Jafnvel undirstöðu- atriði tónlistarforma sumra verka hans sýna ákveðin tengsl við þjóðleg frumatriði. Hinn sérstæði stíll alþýðlegrar tónlistariðkunar, einkum háttur hljóðfæraleikara, veittu Chopin ákveðnar hugmyndir viðvíkjandi hljómum, en mynd hinnar dansandi þvögu leiddi af sér líkingu taktfasts stapps. En fyrir utan allt þetta rísa upp í huga Chopins myndir af landslagi átthaganna, fólkinu, siðum þess, andlegu lífi, skapferli og menn- ingu. Hvernig birtast þá áhrif jjjóðlaga og dansa í stíl Chopins? Þessi áhrif eru auðvitað greinilegust í þeim formum sem Chopin tók beint frá þjóðdönsum, í þeim eru ýmsir frumpartar með þjóðlagasniði. En hægt er að rekja sömu áhrif á aðrar greinar verka hans; þeg- ar eitthvert listbragðið var fullskapað, breytti Chopin því í öllum verkum sínum, hann gaf þeim ekki aðeins sinn eigin sér- stæða tón, en einnig ósvikin pólsk sérkenni. A þennan hátt höfðu tóntegundir pólskra ljjóðlaga áhrif á Chopin. Kirkjutóntegundir í mynd lýdískra, dórískra, eólískra eða frýg- ískra tónhendinga, árekstur mismunandi tóntegunda, reik milli tveggja hliðstæðra eða tveggja skyldra tóntegunda — allt þetta eru kunn atriði í verkum Chopins, annað- hvort í sambandi við aðra frumþætti leidda af þjóðlögum, eða ein sér og falla þá vel að krómatískum hljómum rómantíska skólans. Rómantík Chopins er sérstakt pólskt af- brigði af rómantík, helztu einkenni hennar, jafnt í tónlist sem bókmenntum og öðrum listgreinum, stöfuðu af hinni sögulegu stöðu þjóðarinnar: stöðu þræklóms og mótstöðu, látlausra uppreisna bældra í blóðbaði, þján- inga og stöðugrar vonar um frelsi. Hin ríka tjáning verka Chopins verður rakin til þessa ástands, og þráin eftir föðurlandinu gaf öllu, sem táknaði þetta land, einstætt gildi. I augum tónlistarmannsins Chopins var skýrasta tákn landsins þjóðlög, pólskir söngvar, pólskir þjóðdansar. Að baki þessa tákns leyndist einnig þrá hans eftir fjöl- skyldu sinni, sem hann unni heitt alla ævi, þrá eftir æskuárunum sem voru tengd í minningu hans við mynd Varsjár og pólsku þorpanna, þrá eftir landslagi átthaganna, sem ánægjulegustu endurminningar bernsku- og æskuáranna voru tengdar við. Þessi þrá skapaði hugmyndir og tilfinning- ar sem stjórnuðu tónhugsun hans. Þær voru túlkaðar á mismunandi hátt í hinum ýmsu formum og tegundum verka hans, á einn veg í sveitalífsmyndum mazurkanna, á ann- an í hinum glæsilegu polonesum, ríkum af sögulegu innihaldi og myndum úr fortíð Póllands, og á enn annan hátt í tilfinninga- ríkum myndum af stirndum himni í nokt- úmunum, hinum hetjulegu og dramatísku epísku ballöðum, eða í skersóunum. Cliopin samdi ekki aðeins ljóðræn verk, eins og hans eigin kynslóð áleit, Chopin var drama- tískt skáld og um leið, á vissan hátt, „sagn- ritari" síns tíma frá sjónarmiði Pólverja. Hin þjóðlegu einkenni tónlistar Chopins eru meira en jafnvel sú snjalla endursköpun þjóðlaga sem finnst í tónlist hans. Aðferðir þær sem hann beitti stóðu miklu dýpri rót- um: í fullkomnum samruna hans og þeirrar þjóðar sem hann óx upp af. Einmitt þess- vegna varð það mögulegt að tónlist Chopins yrði tákn sannrar pólskrar tónlistar, og öll- um þjóðlegum tónskáldum — frá Grieg, Moussorgsky, De Falla, Szymanowski til Bartoks — dæmi um hvernig eigi að semja sanna þjóðlega tónlist, sem hefur þýðingu fyrir allan heiminn. Hreinn Steingrimsson þýddi. 127

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.