Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Síða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Síða 50
Erlend tímarit VÍSINDI OG LISTIR: TVÆR ANDSTÆÐUR uanska tímaritinu Perspekliv (2., 3. og 4. h. 1959) eru birtar þrjár greinar, hluti aj ritdeilu er nýlega varð í Englandi milli rithöjundarins C. P. Snows og listjrœðings- ins Herberts Reads. Þar harmar C. P. Snoiv þann tvískinnung í andlegu líji vestrœnna þjóða, sem skipt hefur julltrúum bókmennta og vísinda í tvo andstœða hópa. Milli þeirra sé „staðjest regindjúp gagnkvæms skiln- ingsleysis: Ej það er rétt að vísindamenn- irnir skyggni framtíðina inn í merginn, þá bera julltrúar hinnar klassísku menningar þá ósk í brjósti, að jramtíðin sé ekki til“, segir C. P. Snow. Gott dœmi um bjartsýni og raunsæi vís- indamanna nútímans er eftirjarandi klausa, sem ég klippti úr pólsku tímariti jyrir tæpu ári og er úr grein cjtir pólskan vísinda- mann: „Annarsvegar blasir við okkur glæsileg veröld, auðug af nýjum orkulindum, sem gefa fyrirheit um hraðstígar efnahagsfram- farir, styttingu vinnudagsins, stórbætt menntunarskilyrði, síauknar tómstundir al- mennings og tækifæri til að nýta þær betur. Hinsvegar hættan á líffræðilegri hrörnnn, á útrýmingu mannkynsins að nokkru eða jafnvel öllu leyti, og eyðingu sjálfrar jarð- arinnar." Undir þessi orð munu flestir vísindamenn geta tekið, bæði í vestri og austri. Heimsmynd vestrænna rithöfunda er með allt öðrum hœtti. Hvað eftir annað heyrast raddir úr þeirra hópi, sem gefa til kynna beyg við tœkniframfarir og vélvœðingu, eða jafnvel hreinan fjandskap. Sú hin bjarta hlið heimsmyndar vísindamannanna er í þeirra augum gjörningamyrkur, sem byrgir þeim sýn inn í framtíðina. En að ojbirtan aj hinni glæsilegu jramtíð, er vísindamenn- irnir boða, yrði rithöfundum svo svört í aug- um, að þeim virtust hinar raunverulegu skuggahliðar bjartari, — það grunaði mig ekki fyrr en ég las leiðarann í norska bók- menntatímaritinu Horisont (6.—7. h. 1959) nú nýlega. Mig langar til að rekja hann lauslega, því hann varpar nokkru Ijósi á þá fullyrðingu C. P. Snows, að rithöfundar af- neiti heimsmynd vísindanna, (eða „efnis- hyggjunnar“, eins og leiðardhöfundur kemst að orði), og er auk þess tilvalin árétting þeirra skoðana á sálarástandi vestrœnna rit- höfunda, sem jram komu í grein minni um bókmenntir í blindgötu í síðasta hefti Tíma- ritsins. (Þegar talað er um vestræna rithöf- unda er átt við meginhluta þeirrar sundur- leitu „stéttar“, en ekki frávikin.) „FRÁ MENNINGARVÍGSTÖÐVUNUM“ Leiðarinn í Horisont ber titilinn Frá menningarvígstöðvunum, og er í höfuðdrátt- um á þessa leið: Fyrst er rakið viðtal, sem nóbelsverð- launaskáldið Pearl S. Buck hefur átt við 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.