Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Qupperneq 51
ERLEND TÍMARIT
Arthur nokkurn Compton (sem einnig er
nóbelsverSlaunahafi), en hann átti sœti í
nefnd fieirri er bandaríska hermálaráðu-
neytiff hafffi aff skálkaskjóli, þegar ákvörff-
un var tekin um atómsprengjuárásirnar á
Hiroshima og Nagasaki 6. og 9. ágúst 1945.
Mr. Compton fcerir þá afsökun fyrir ákvörff-
un nefndarmanna, aff hún hafi stuðlað að
því að þyrma lífi einnar milljónar Banda-
ríkjamanna og tveggja milljóna Japana, sem
annars hefffu falliff í þeirn hernaðarátökum
sem framundan voru. Þetta dregur leiðara-
höfundur í efa og spyr:
„Er þetta ótvíræður, eða einungis hálfur
sannleikur?
Tveim dögum áður en Roosevelt forseti
fór til Jalta, í janúar 1945, færði Mac
Arthur hershöfðingi honum boð um, að
Japanar væru reiðubúnir að gefast upp, og
Mac Arthur fór þess á leit að gengið yrði
rækilega úr skugga um einlægni þeirra.
Roosevelt er sagður hafa hafnað tilboðinu,
m. a. með þessum orðum: „Mac Arthur er
að vísu færasti hershöfðinginn okkar, en
hinsvegar þeirra fákænastur um stjórnmál.“
1 bók sinni Secret Missions staðfestir Ellis
M. Zacharias flotaforingi, sem starfaði í
þjónustu Marine-Intelligence-Service, að
Japanar hafi ítrekað uppgjafartilboðið 1.
maí 1945. Truman forseti mun hafa borið
því við, að hann væri of nýr í embættinu til
að geta hamlað gegn vilja Pentagons
(bandaríska herráðsins), sem undir forystu
Marshalls hershöfðingja (þess er hlaut frið-
arverðlaun Nóbels að stríði loknu) og
Stimsons hermálaráðherra, krafðist þess að
styrjöldinni yrði haldið áfram þar til hægt
yrði að reyna atómsprengjuna, sem þá var
í smíðum. Bandaríska tímaritiði Strategic
Bombing Survey staðfesti ári síðar, 1946:
„Japan hefði gefizt upp, jafnvel þótt atóm-
sprengjunni hefði aldrei verið beitt.“ “
Þessum hluta leiðarans lýkur þannig
(háðsmerki og leturbreytingar mínar —
II. SJ:
„Það er ekki œtlun mín að áfellast nokk-
urn af þessu tilefni. En það er brýn — og
alvarleg — spuming, hvort hinum góffa mál-
stað (!) sé nokkur greiði gerr með því að
halda fram hálfum sannleik. Það er hvort
sem er ekki hœgt aff jela allan sannleikann
fyrir almenningi til langframa ..(!)
Síðan víkur leiðarahöfundur að sjúkra-
beði sinnisveiks flugmanns, Claude Eather-
lys majórs, sem olli dauða 200.000 manna
með einu handtaki 6. ágúst 1945 — manns-
ins sem varpaffi sprengjunni á Hiroshima
samkvœmt skipun yfirboðara sinna. Austur-
rískur rithöjundur, Giinther Anders, hejur
tekiff að sér að hughreysta flugmanninn;
liann skrifar í bréfi til hans m. a.:
„... Tæknin hefur leitt til þess, að við
getum allir undir sérstökum kringumstæð-
um orðið saklausir-sekir með hætti, sem
áður var óhugsandi. Þessvegna fylgjumst
við öll, í New York, Tokíó, Vín, með örlög-
um Eatherlys milli vonar og ótta.“
Og ennjremur:
„... Við erum öll samábyrg um það sem
gerist, og hver okkar sem er getur hvenær
sem verða vill komizt í svipaðan vanda. Þá
getur það ef til vill hjálpað okkur til að
líta hlutskipti okkar raunsærri augum, ef
við þekkjum þann veg sem Eatherly hefur
gengið, —- veg hins innri hetjuskapar."
Þegar leiðarahöfundur hefur tilfært þessi
huggunarríku orff, og þannig bent á dœmi
geðveika flugmannsins okkur til hjálprœðis,
leggur hann saman tvo og tvo og kemst að
niðurstöðu:
„... „Friðsamleg sambúð“ austurs og
vesturs er raunar ekki öllum ótvírœtt gleði-
efni ... Þeir eru báffir —- kommúnisminn
TIMARIT MALS OC MENNINCAR
129
9