Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Side 58
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR augnaglýjur. Hlutverk okkar verður að vera að komast eins langt og jcerilegt er með þeim styrk sem við höjum, að láta fámennið elcki draga okkur lengra niður en nauðsyn- legt er, að venja okkur ekki einlægt á að segja: „]>etta þýðir okkur ekki neitt að reyna sökum mannfæðar og kraftaleysis“, heldur miklu fremur að temja okkur að segja: „þelta megum við til með að gera, og þó að við höfum kannske ekki allra full- komnustu krafta, þá verðum við að tjalda því sem til er og sjá hversu langt við getum komizt". (Bls. 258.) Önnur höfuðorsök þess hve hált oss verð- ur á samanburðinum felst í því að þær þjóðir „sem oss liggur næst fyrir ættemis sakir og nágrennis og viðskipta að bera oss saman við“ stamla á allt öðru þróunarstigi en vér. I raun og veru er hér um miklu flóknara mál að ræða heldur en hið fyrr- nefnda, og ég er ekki fjarri því að mikið af vanmetakennd vorri stafi í þessu sambandi af því, að vér gerum oss ekki ljóst hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að samanburð- ur yfirleitt hafi gildi og verði ekki óhlutlæg hótfyndni. Vér gáum þessa atriðis vanalega ekki sem skyldi í skrifum vorum og umræðum um sérstöðu íslands, — þó undarlegt mætti virðast. Vér hyllumst til að líta á sérstöð- una sem „örlög“ góð eða ill, en lítt skýran- leg. Ef vér þrátt fyrir allt reynum að leita hlutlægrar skýringar dettur oss helzt í hug mannfæðin eða f jarlægðin. Báðar þær skýr- ingar hafa sitt gildi, en ætli þær nái ekki stutt ef hið ólíka þróunarstig íslenzka þjóð- félagsins og þeirra sem oss liggja næst í landfræðilegum skilningi er ekki fyrst og fremst tekið til greina. Eg vil að sjálfsögðu ekki halda því fram að gagnrýni íslenzks aflagisháttar á grund- velli samanburðar við hinn „stóra heim“ sé röng eða ónauðsynleg. En áður en vér berum oss saman við eitthvað verðum vér að gera oss ljóst að samanburður við það sem er ósambærilegt hlýtur að leiða til lít- ilsverðrar niðurstöðu; það verður fyrst að draga það ósambærilega frá; og það er ekki fyrr en oss tekst að gera oss hlutlæga grein fyrir því hvaða gagn eða ógagn séreinkenni vor liafa fyrir oss sjálfa sem þjóð, að vér getum farið að hafa sannarlegt gagn af sam- anburðinum við aðrar þjóðir. Það er einkennilegt að Islendingar eru alltaf að tala um sérstöðu síua á öllum svið- um; en ef þeir eiga að mæta einhverjum raungildum afleiðingum þessarar sérstöðu, standa undir kostum hennar og göllum, þá verður oft lítið úr köppunum, og þeir flýta sér að afneita persónu’eika sínum eins og óknyttastrákur sem er staðinn að verki. Oss væri sennilega hollt að gera oss grein fyrir því að sérstaða vor er ekki svo sérstæð, að vér þurfum að tapa jafnvæginu þess- vegna; að sérstaða þjóðar er algild regla, og tekur jafnt til þjóðlasta sem þjóðkosta, og vér mættum gefa því gaum að þó vér njótum ekki þess samvizkustyrks að þekkja aftur vorar ávirðingar í ávirðingum annarra þjóða, munu þær ef til vill ekki heldur þekkja sínar ávirðingar í vorum. Nú hættir oss einmitt til, þegar vér mæl- um oss á mælikvarða umheimsins, að líta á þær þjóðir sem eru staðsettar hið allra næsta (Bretland, Norðurlönd umfram allt, Þýzkaland einnig, að minnsta kosti fyrir síðasta stríð) sem hinar algildu fyrirmyndir. Þetta er því fánýtara fyrir oss sem þær þjóðir eru ekki aðeins mjög ólíkar oss um þjóðfélagslega þróun heldur munu fáar vera oss ólíkari að eðli og allri skapgerð. (Þó því sé ekki gleymt að þjóðareðli verður ekki aðgreint frá þjóðfélagsaðstæðum, né öfugt.) Ég ætla nú, með tilvísun í bók Jóns Helgasonar, að ræða eitt atriði, sem ég hygg að sé einkennandi um þær ógöngur sem vér getum lent f þegar vér berum oss 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.