Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Síða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Síða 61
AÐ VERA ISLENDINGUR þar með lokið. Miklu fremur ber að líkja kenni við Hjaðningavíg sem einlœgt hejjast á nýjan leik. Við verðum að halda áfram að sanna tilverurétt okkar meðal jtjóðanna, sanna hann með athöjnum og áreynslu, sanna hann með því að leggja síjellda rœkt við jtann blett heimsins sem jorsjónin hefur jalið okkur að yrkja, sanna hann með því að snúa okkur jafnan að nýju verkefni þeg- ar einu er lokið. (Bls. 271.) Jón Helgason berst gegn þeirri heimóttar- hugsun sem heldur að vér þurfum ekki að vanda oss til neins vegna þess að starf vorl fari fram í pukri, án þess að nokkur horfi á. Sá sem á í höggi við þesskonar vesaldóm kann að lokum að verða full áhyggjusamur um áhorfandann. En reyndar skortir ekki þá staði í bók Jóns IJelgasonar þar sem kemur fram vissa þess að hinn evrópski meginlandsmælikvarði getur ekki verið full- gildur á Islandi, að vér hljótum að hafa vorn eigin mælikvarða, og að vér erum öðru- vísi en þær þjóðir sem „oss liggur næst“ að bera oss saman við, bæði um kosti og lesti: „... hér er ekki það meðalhóf sem maður á annarsstaðar að venjast, hér er bæði of og van, ódugnaðurinn frámunalegur og af- rekin óvænt.“ (Bls. 285.) Hálfþroskað þjóðfélag heftir kosti sem Itið fullmótaða skortir: Það getur haft sína miklu kosti að jœð- ast í þjóðfélagi þar sem allt er í góðri rækt, allar stofnanir komnar í fastar skorður, eitt samfellt skipulegt kerji þar sem sérhver lið- ur er í lagi, þjóðfélagið líkast einni heljar- mikilli verksmiðju þar sem ungir menn bíða eftir því að komast að borðinu þegar ein- hver fellur frá, til þess að taka við starji hans og helzt að vinna það á sama hátt og jyrirrennarinn gerði. Samt er ég hrœddur um að mörgum œskurnanni finnist oft sem eitthvað vanti á slíkum stöðum; þetta eru ekki lönd tvísýnu, eftirvœntinga og djarfra drauma. (Bls. 259.) A öðrum stað er talað um hversu vesælt hlutskipti vort hlyti að vera ef vér ættum að fara eftir hinum „beinharða reikningi"; með öðrum orðum: ef vér ættum að mæla verðmæti vor á þann mælikvarða sem er utanaðkomandi, oss óskyldur, og getur ekki átt við oss nema að takmörkuðu leyti. Þessi uppreist gegn hinum „rétta“ meðallagsmæli- kvarða minnir á hið fræga kvæði: „Svo tal- aði vitið. En hjarta mitt liitnaði og brann.“ Það kann að vera að hjarta skáldsins hafi því aðeins hitnað að hann hafði oft og lengi horft á hina beinhörðu reikninga, deilt við hið einfalda rökfræðilega vit ... fslendingar geta óskað þess að þeim verði í framtíðinni unnt að líta á þjóðerni sitt af minni ástríðu og með meira jafnvægi en hingað til, jafnvel þó líklegt sé að annað verði uppi á teningnum enn um sinn. En engin von er til að þeir fái yfirbugað þann margvíslega hugarklofning sem gáta þjóð- ernisins veldur þeim, með öðru móti en því að rýna í hana óskelfdum augum, eins og Jón Helgason hefur gert fyrir sitt leyti. 139

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.