Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Side 63
UMSAGNIR UM BÆKUR
telur hámenntaða. Krabbe minnist að sjálf-
sögðu oft á konungana, og sannast að segja
dæmir liann þá fyrst og fremst eftir afstöðu
þeirra til málefna Islands. Friðrik VIII fær
lijá lionum hinn bezta dóm, enda var honum
mjög umhugað um Island og fylgdist af lif-
andi áhuga með öllu, sem varðaði mál þess.
En þegar röðin kemur að Kristjáni X er
tóndætið setzt í hásætið. Konungur hafði
engan áhuga á málefnum Islands, og tak-
markaðan skilning á sjálfstæðiskröfum
þess. Þegar Hannes Hafstein gekk á fund
Kristjáns konungs X í fyrsta skipti, segir
Krabbe, að viðtalið hafi haft mikil áhrif á
Hannes Hafstein, og hann skalf af geðs-
hræringu, er hann kom út frá konungi, og
Krabbe hefur eftir Hannesi, „að konungur
hefði talað þannig um Island og Islendinga,
að aðstaða hans á Islandi hefði aldrei átt
sér viðreisnar von, ef Hannes hefði látið
löndum sínum berast ummælin“.
Þannig var afstaða Kristjáns konungs X
til Islands og Islendinga alla hans valdatíð.
Krabbe talar oft um áhugaleysi hans og
tómlæti, en jafnframt hafði konungur
harnalega trú á persónulegum vinsældum
sínum meðal Islendinga t. d. í sambandi við
þjóðaratkvæðagreiðsluna 1944. Hins vegar
dregur Krabbe á engan hátt úr því, að
Kristján konungur vann sér ágætan orðstír
á hernámsárunum sem einingartákn dönsku
þjóðarinnar í baráttunni gegn nazismanum.
Meginefni bókarinnar fjallar sem sagt
um sambandslögin 1918 og undirbúning
þeirra og allan aðdraganda og svo skilnað-
inn við Dani 1944. Saman við þetta bland-
ast svo frásagnir af mönnum og málefnum,
sem snerta beint og óbeint þessi tvö aðal-
mál, þannig að frásögnin fær aukna breidd
og víðara vænghaf, þó að hún sé fyrst og
fremst saga þess, sem til ber í þeim málum,
sem snerta sambúð íslands og Danmerkur
og þátt Krabbe í að efla skilning og vináttu
milli landanna, en það er engunt vafa undir-
orpið, að hann hefur unnið þar gott og
heillaríkt starf, bæði meðan Island laut
Danmörku og eins eftir að fullur skilnaður
komst á.
Enda þótt Jón Krabbe sé danskur þegn
og ævistarf hans hafi verið unnið á erlendri
grund, ber þessi bók hans með sér, að hann
hefur borið hag íslands fyrir brjósti flestu
öðru fremur. Ef ætti að ásaka hann fyrir
hlutdrægni, þá væri það vegna þess, að
liann dregur fyrst og fremst taum Islands
og Islendinga, því að dóntar hans um menn
og ntálefni eru að verulegu leyti reistir á
því, hver afstaðan var til Islands og Islands-
mála.
Aftast í bókinni eru svo prentuð nokkur
fylgiskjöl frá þessu tímabili, sem bókin
fjallar um, og það eykur að sjálfsögðu gildi
hennar sem sagnfræðirits, og það er trú
mín, að hún muni reynast traust og gott
heiniildarrit. Og fyrir utan hið sagnfræði-
lega gildi, er þetta einstaklega geðþekk bók
vegna þeirra kynna, sem lesandinn fær af
þessum heilsteypta drengskaparmanni, sem
á pennanum heldur.
Aðalgeir Kristjánsson.
Vilhjálmur jrá Skáholti:
Jarðnesk Ijóð
Bókav. Kristjáns Kristjánssonar.
Reykjavík 1959.
Vilhjálmur frá Skáholti á sannarlega
sína eigin rödd í skáldahópnum. Hann
hefur ekki lifað neinu uppöpunarlífi, hann
hefur lifað sínu eigin litríka lífi, kannski
ekki að öllu leyti svo mjög eftirbreytnis-
verðu, kannski öðruvísi en bæði hann sjálf-
ur og vinir hans hefðu óskað, en skáld-
skapur hans er uppskera þessa lífs. Vegna
þess að hann var Vilhjálmur frá Skáholti,
undanbragðalaust, gat hann ort kvæði eins
og Jesús Kristur og ég; að minnsta kosti
141