Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 23
OLAFUR JOH. SIGURÐSSON Samskifti við kínverja Ekki þarf lengur spámann né vitr- ing til að fullyrða að kínverska alþýðulýðveldið sé annað og meira en stjórnskipulegt hrófatildur ofstæk- ismanna, risavaxin spilaborg, sem falli brátt sjálfkrafa, hljóti að minnsta kosti að hrynja við lítinn orðstír, ef á hana er andað. Þegar lýðveldi þetta var stofnað haustið 1949, mátti þó víða sjá þá skoðun á prenti, einatt studda gildum rökum, að því yrði ekki langra lífdaga auðið, í mesta lagi tveggja eða þriggja ára, jafnvel þótt svarnir fjendur þess, svo sem Tsjang Kaj-sjek, sýndu því öngva áreitni. Fróðir menn og góðviljaðir héldu því til dæmis fram, að kínverjar ættu sér því aðeins viðreisnar von að mestu iðnveldi heims í austri og vestri sam- einuðust um að veita þeim allan þann stuðning, sem þau gætu framast í té látið. Svo örsnauð væri þessi forna menningarþjóð, svo hörmulega leikin af óstjórn og kúgun, skefjalausu arð- ráni útlendinga, innrásarherjum og borgarastyrjöld, að án slíkrar aðstoð- ar mundi hún halda áfram að síga í djúp sundrungar, lægingar og neyð- ar. Vissulega var ekki ofsögum sagt af fátækt kínverja þegar þeir stofnuðu lýðveldi sitt, frumstæðum áhöldum þeirra og niðurníddum hreysum, skorti þeirra á hverskonar vélum og tækjum til að heyja baráttu við land- lægar plágur: flóð, þurrka, drepsóttir og hordauða. Að nokkru leyti gátu þeir sjálfum sér um kennt, einangr- unarstefnu sinni á liðnum öldum og úreltum stjórnarháttum, langlundar- geði sínu og kurteisi; en hinu verður þó ekki andmælt, að meginábyrgð á þessu ástandi báru þjóðir þær á Vest- urlöndum, sem ávallt hafa talað hæst og innilegast um kristilegt bróðurþel. Jafnskjótt og það rann upp fyrir þjóð- um þessum, að kínverjar stæðu þeim mjög að baki um vopnabúnað og her- mennsku, hófst einhver svartasta ræn- ingjasaga, sem nokkru sinni hefur gerzt. Upphaf hennar er gott dæmi um lagni vesturlandamanna, ekki sízt breta, þegar þá munar í auðlind, sem hefur þann ókost að liggja ekki alveg laus fyrir. Þeir byrjuðu á þ\d að kenna kínverjum að reykja ópíum, en 13

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.