Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 23
OLAFUR JOH. SIGURÐSSON Samskifti við kínverja Ekki þarf lengur spámann né vitr- ing til að fullyrða að kínverska alþýðulýðveldið sé annað og meira en stjórnskipulegt hrófatildur ofstæk- ismanna, risavaxin spilaborg, sem falli brátt sjálfkrafa, hljóti að minnsta kosti að hrynja við lítinn orðstír, ef á hana er andað. Þegar lýðveldi þetta var stofnað haustið 1949, mátti þó víða sjá þá skoðun á prenti, einatt studda gildum rökum, að því yrði ekki langra lífdaga auðið, í mesta lagi tveggja eða þriggja ára, jafnvel þótt svarnir fjendur þess, svo sem Tsjang Kaj-sjek, sýndu því öngva áreitni. Fróðir menn og góðviljaðir héldu því til dæmis fram, að kínverjar ættu sér því aðeins viðreisnar von að mestu iðnveldi heims í austri og vestri sam- einuðust um að veita þeim allan þann stuðning, sem þau gætu framast í té látið. Svo örsnauð væri þessi forna menningarþjóð, svo hörmulega leikin af óstjórn og kúgun, skefjalausu arð- ráni útlendinga, innrásarherjum og borgarastyrjöld, að án slíkrar aðstoð- ar mundi hún halda áfram að síga í djúp sundrungar, lægingar og neyð- ar. Vissulega var ekki ofsögum sagt af fátækt kínverja þegar þeir stofnuðu lýðveldi sitt, frumstæðum áhöldum þeirra og niðurníddum hreysum, skorti þeirra á hverskonar vélum og tækjum til að heyja baráttu við land- lægar plágur: flóð, þurrka, drepsóttir og hordauða. Að nokkru leyti gátu þeir sjálfum sér um kennt, einangr- unarstefnu sinni á liðnum öldum og úreltum stjórnarháttum, langlundar- geði sínu og kurteisi; en hinu verður þó ekki andmælt, að meginábyrgð á þessu ástandi báru þjóðir þær á Vest- urlöndum, sem ávallt hafa talað hæst og innilegast um kristilegt bróðurþel. Jafnskjótt og það rann upp fyrir þjóð- um þessum, að kínverjar stæðu þeim mjög að baki um vopnabúnað og her- mennsku, hófst einhver svartasta ræn- ingjasaga, sem nokkru sinni hefur gerzt. Upphaf hennar er gott dæmi um lagni vesturlandamanna, ekki sízt breta, þegar þá munar í auðlind, sem hefur þann ókost að liggja ekki alveg laus fyrir. Þeir byrjuðu á þ\d að kenna kínverjum að reykja ópíum, en 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.