Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR verður að því skapi fávíslegri sem ör- uggari heimildir eru kannaðar. Ekki fer heldur hjá því að kjarni slíkrar vítistrúar skýrist og ýmsir boðendur hennar fái á sig harla tortryggilegan blæ, ef ferðast er um sjálft þrælaríkið, þar sem sjá má margvíslega nýskipan og þreifa á stórfelldum framkvæmd- um til augljósra hagsbóta fyrir hundr- uð miljónir manna. Hin fullyrðingin er vitaskuld fjarstæða, barnaskapur og draumórar, að kínverjar búi við alsælu og allsnægtir, hafi á fáeinum árum sveiflazt aftan úr miðaldabú- skap á flestum sviðum inn í jarðneska paradís, þar sem hvergi beri á skugga. Ef miðað er við sitthvað annað en brýnustu lífsnauðsynjar, svo sem fjöl- breytilegan fatnað og neyzluvarning, híbýli, innanstokksmuni, heimilistæki og þægindi ýmiskonar, þá kemst sú paradís ekki í neinn samjöfnuð við aðstæður almennings á Norðurlönd- um. Ný hverfi þokkalegra íbúðarhúsa spretta upp hvarvetna í Kína, ofur- kapp er lagt á iðnvæðingu, vélafram- leiðslu og vélakaup, en mikill hluti þjóðarinnar býr samt enn í gömlum kofum eða hreysum og verður að not- ast við lítilf j örleg og frumstæð amboð eins og fyrir þúsund árum. Kínverjar mundu áreiðanlega brosa, ef reynt væri að telja þeim trú um, að þeir byggju í hálfgildings himnaríki. Þeir vita manna bezt, að þeir hafa á marg- an hátt dregizt aftur úr öðrum og sopið af því seyðið. Þeir skjóta því hvorki undan í fræðsluritum sínum né leyna því fyrir erlendum gestum, að þeir eigi við mikla örðugleika að etja og þurfi að leggja hart að sér til að sigrast á þeim, vinna upp langan drátt, koma nútímaskipan á búskap sinn, hefjast til vegs að nýju. En fáar þjóðir munu vera eins bjartsýnar um þessar mundir og kínverjar, eins sam- huga um stefnu og markmið, eins ánægðar með ríkisstjórn sína og kjör sín, enda er það ekki að ástæðulausu. Skynugum andstæðingum sósíal- isma og kommúnisma dettur ekki í hug að bera á móti því að óvenju mikilhæfir leiðtogar sitji á valdastóli í Peking. Kínverska þjóðin á það ekki sízt að þakka ráðsnilld og þrautseigju þessara foringja sinna að auður henn- ar sogast ekki lengur í hendur ný- lendukúgara eða skjólstæðinga þeirra og málaliðs. Torvelt er einnig að gera sér í hugarlund að grundvöllur kín- verska alþýðulýðveldisins væri þegar orðinn svo traustur sem raun ber vitni, ef þjóðin hefði ekki haldið áfram að njóta leiðsögu, skipulags- gáfna og eldmóðs þeirra manna, sem risu með henni úr öskustónni og stjórnuðu langri og tvísýnni baráttu hennar við erlenda og innlenda drottna, ekki úr fjarlægð, heldur í fylkingarbrjósti. Nýir búnaðarhættir hafa komið í veg fyrir hallæri og hor- fall í Kína síðan alþýðulýðveldið var stofnað, þrátt fyrir nokkur vond sum- ur, en slíkt hefði einhverntíma þótt 18

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.