Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Qupperneq 28

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Qupperneq 28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR verður að því skapi fávíslegri sem ör- uggari heimildir eru kannaðar. Ekki fer heldur hjá því að kjarni slíkrar vítistrúar skýrist og ýmsir boðendur hennar fái á sig harla tortryggilegan blæ, ef ferðast er um sjálft þrælaríkið, þar sem sjá má margvíslega nýskipan og þreifa á stórfelldum framkvæmd- um til augljósra hagsbóta fyrir hundr- uð miljónir manna. Hin fullyrðingin er vitaskuld fjarstæða, barnaskapur og draumórar, að kínverjar búi við alsælu og allsnægtir, hafi á fáeinum árum sveiflazt aftan úr miðaldabú- skap á flestum sviðum inn í jarðneska paradís, þar sem hvergi beri á skugga. Ef miðað er við sitthvað annað en brýnustu lífsnauðsynjar, svo sem fjöl- breytilegan fatnað og neyzluvarning, híbýli, innanstokksmuni, heimilistæki og þægindi ýmiskonar, þá kemst sú paradís ekki í neinn samjöfnuð við aðstæður almennings á Norðurlönd- um. Ný hverfi þokkalegra íbúðarhúsa spretta upp hvarvetna í Kína, ofur- kapp er lagt á iðnvæðingu, vélafram- leiðslu og vélakaup, en mikill hluti þjóðarinnar býr samt enn í gömlum kofum eða hreysum og verður að not- ast við lítilf j örleg og frumstæð amboð eins og fyrir þúsund árum. Kínverjar mundu áreiðanlega brosa, ef reynt væri að telja þeim trú um, að þeir byggju í hálfgildings himnaríki. Þeir vita manna bezt, að þeir hafa á marg- an hátt dregizt aftur úr öðrum og sopið af því seyðið. Þeir skjóta því hvorki undan í fræðsluritum sínum né leyna því fyrir erlendum gestum, að þeir eigi við mikla örðugleika að etja og þurfi að leggja hart að sér til að sigrast á þeim, vinna upp langan drátt, koma nútímaskipan á búskap sinn, hefjast til vegs að nýju. En fáar þjóðir munu vera eins bjartsýnar um þessar mundir og kínverjar, eins sam- huga um stefnu og markmið, eins ánægðar með ríkisstjórn sína og kjör sín, enda er það ekki að ástæðulausu. Skynugum andstæðingum sósíal- isma og kommúnisma dettur ekki í hug að bera á móti því að óvenju mikilhæfir leiðtogar sitji á valdastóli í Peking. Kínverska þjóðin á það ekki sízt að þakka ráðsnilld og þrautseigju þessara foringja sinna að auður henn- ar sogast ekki lengur í hendur ný- lendukúgara eða skjólstæðinga þeirra og málaliðs. Torvelt er einnig að gera sér í hugarlund að grundvöllur kín- verska alþýðulýðveldisins væri þegar orðinn svo traustur sem raun ber vitni, ef þjóðin hefði ekki haldið áfram að njóta leiðsögu, skipulags- gáfna og eldmóðs þeirra manna, sem risu með henni úr öskustónni og stjórnuðu langri og tvísýnni baráttu hennar við erlenda og innlenda drottna, ekki úr fjarlægð, heldur í fylkingarbrjósti. Nýir búnaðarhættir hafa komið í veg fyrir hallæri og hor- fall í Kína síðan alþýðulýðveldið var stofnað, þrátt fyrir nokkur vond sum- ur, en slíkt hefði einhverntíma þótt 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.