Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR menntastofnunum fjölgar að sama skapi. í æðri menntastofnunum í Kína voru 1949 um 152 þúsundir nemenda, en 1959 um 810 þúsundir. Á sama tíma hefur hverskonar lista- starfsemi blómgazt og margfaldazt, svo að ekki sé minnzt á bókaútgáfu. 1949 voru aðeins 55 bókasöfn á veg- um ríkisins, en eru nú rúmlega 1000. Onnur bókasöfn, rekin af verksmiðj- um og ýmsum samtökum fólksins, eru vitaskuld miklu fleiri, eða 1030000 samkvæmt nýjustu skýrslum. Sérhver verksmiðja í Kína, ný eða gömul, stór eða smá, er öðrum þræði menntaset- ur, þar sem numið er af kappi í tóm- stundum og listir iðkaðar af miklum áhuga, sumsstaðar við ákjósanlegan aðbúnað í hvívetna, annarsstaðar fjarska fátæklegan, því að ókleift er að bæta úr hverri þörf í einni svipan að kalla. Á vegum ríkisins starfa ríf- lega 200 þúsundir listafólks í 3000 flokkum, en leikflokkar studdir af bæjar- og sveitarfélögum, verklýðs- félögum og öðrum almenningssam- tökum eru nákvæmlega 80 sinnum fleiri. Það viðhorf virðist allsráðandi meðal kínversku þjóðarinnar og stjórnarvalda hennar að menntun og menning sé hvorki óþarfi né munað- ur, sem vel megi sitja á hakanum, heldur jafn lífsnauðsynleg og matur og drykkur. Auðvitað er hægur vandi að benda á óleyst verkefni í þessu víðlenda ríki. Þau blasa við í hverju skrefi, eins og áður er sagt, sum næsta aðkallandi. Hitt er einnig augljóst, að furðuleg af- rek hafa verið unnin þar á skömmum tíma. Kínverjar búa við miklu betri og öruggari kjör en fyrir ellefu árum, og auk þess við meiri jöfnuð en tíðk- ast í flestum öðrum löndum veraldar. Það eflir bjartsýni þeirra og dug hversu hratt þeim skilar áfram, breyt- ingarnar verða æ örari, framleiðslan eykst og margfaldast, nýreist stóriðju- ver og nýjar verksmiðjur styrkja efna- hag og aðstöðu þjóðarinnar dag og nótt. (Atvinnuleysi er ekki aðeins úr sögunni í Kína, heldur er þar skortur á vinnuafli, þrátt fyrir sívaxandi þátt- töku kvenna í framleiðslustörfum. í langflestum iðjuverum og verksmiðj- um er unnið til skiftis allan sólar- hringinn, en vinnuvikan er 48 stund- ir). Þeir sem líktu kínverska alþýðu- lýðveldinu við spilaborg og spáðu því skjótu hruni, hafa vissulega reynzt glámskyggnir. Lýðveldi þetta er þeg- ar orðið svo máttug staðreynd, að til- vist þess og viðgangi verður ekki hnekkt, nema með árásarstyrjöld, þar sem kjarnorkusprengjum yrði beitt. Slík styrjöld mundi óðara kveikja í gervallri heimsbyggðinni, tákna dauða mikils hluta mannkyns og endalok siðmenningar. Hingað til hafa bandarisk stjórnar- völd ekki viljað sætta sig við orðinn hlut, heldur sýnt kínverska alþýðulýð- 20

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.