Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 3

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 24. ÁRG. • JÚNÍ 1963 • 2. HEFTI EÐLILEG UPPLÝSINGASÖFNUN? Er það nokkurs ámælis vert þó búin sé til spjaldskrá um íslendinga — alla íslendinga? eða allmikinn hluta þeirra? — um lífshlaup þeirra, ættir þeirra og venzl og vina- tengsl, um skoðanir þeirra og pólitíska afstöðu, og um þá afstöðu sem þeir hafa tekið í ýmsum stórmálum sem snert hafa líf þjóðarinnar á undanförnum árum? Og er það nokkuð frekar ámælisvert þó slík spjaldskrá sé samansett af erlendu sendiráði í Reykjavík? Spurningar slíkar sem þessar voru svar sumra íslenzkra blaða við birtingu nokkurra gagna sem bandaríska sendiráðið í Reykjavík hefur notað við samningu slíkrar spjald- skrár. Og ritstjórar þessara blaða virtust ekki efins í að þessum spurningum bæri að svara neitandi: þeir álitu að þetta væri meinlaust athæfi, jafnvel sjálfsagt og eðlilegt. Reynurn þá að átta oss svolítið á hvað spjaldskrá ameríska sendiráðsins þýðir í raun og veru. Það er nefnilega svo að þegar maður sér einn og einn seðil með upplýsingum handa bandaríska sendiráðinu um æviatriði og skoðanir nokkurra fslendinga, er hætt við að mað- ur hugsi sem svo að þessir einstöku seðlar séu nú ekki svo markverðir að vert sé að gera neitt veður út af þeim. Þessir einstöku. seðlar eru sem sé meinlausir og ómerkilegir út af fyrir sig; það er það kerfi sem þeir ganga inn í sem getur verið hættulegt tæki í höndum þeirra sem hafa vald yfir því. Þessvegna er mest um vert að vita hvert það kerfi er, og hver sé tilgangur þess. Auðvitað getum vér ekki vitað hversu víðtæk sú spjaldskrá er sem geymd er í ameríska sendiráðinu; á mælikvarða bandarísku leyniþjónustunnar væri það þó lítið starf að semja skrá yfir alla fslendinga, að því tilskildu reyndar að ekki væri skortur á hæfilega mörgum íslenzkum „aðstoðarmönnum". En sjálfsagt væru allmiklir erfiðleikar á að koma upp svo víðtæku „aðstoðarmannakerfi" auk þess sem hagnýt þýðing svo gagngerrar „upplýsinga- söfnunar" væri vafasöm. En það er engin fjarstæða að gera ráð fyrir að í spjaldskrá þess- ari standi nöfn flestra „kommúnista", flestra stjórnmálamanna, menntamanna, og yfirleitt þeirra sem gegna áhrifastöðum í þjóðfélaginu. Spjaldskrá bandaríska sendiráðsins yfir íslendinga er sem sé vottur þess að þetta sendiráð lítur á ísland sem part af Bandaríkj- unum, og tilgangur njósna þess um fjölda íslenzkra einstaklinga verður aðeins skilinn með hliðsjón af þeirri þróun sem gerði Bandaríkin sjálf að lögregluríki á fáeinum árum upp úr 1947. D. F. Fleming, bandarískur prófessor, hefur lýst þessari þróun á nokkrum blaðsíðum í sínu mikla og merka riti, The Cold W'ar and its Origins, frá því að Truman forseti, hald- inn af djöflatrú sinni, gaf út skipun um að koma á eftirliti með öllum embættismönnum sambandsstjórnarinnar árið 1947 þar til átta milljónir embættismanna og hermanna voru komnir á skrá ásamt fjölskyldum sínum, sautján milljónir bandarískra ríkisborgara voru að auki færðir á sérstaka skrá hjá utanríkisráðuneytinu, sem var ætluð starfsmönnum vegabréfaþjónustunnar, til að koma í veg fyrir að óæskilegir Bandaríkjamenn ferðuðust til útlanda, — og Truman sjálfur var að lokum ákærður af yfirmanni bandarísku lögregl- 97 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.