Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 4
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
unnar, Hoover, fyrir að halda vemdarhendi yfir rússneskum njósnurum! Fleming tekur
það fram að enda þótt þessi móðursýki hafi nokkuð rénað á síðustu árum og spæjarar um
einkamál manna séu ekki lengur friðhelgar þjóðhetjur, þá sé það kerfi sem komið var á
fót á verstu árum Maccarthyismans ennþá óskert og fullkomlega nothæft.
Kenningin sem allt þetta kerfi hvíldi á, segir Fleming, var sú að kommúnisminu væri
smitandi sjúkdómur. Þessvegna var allra ráða lögregluríkisins og allra félagslegra þving-
ana neytt til að uppræta kommúnista og ásamt þeim alla „vini vina þeirra", unz sérhver
maður og sérhver hugmynd sem ekki var tryggilega merkt íhaldshugarfarinu gat búizt við
lögsókn. Þessi terror hafði sem sé þann tilgang að girða fyrir að þeir menn, sem höfðu
kannski þó ekki væri nema ofurlítið öðruvísi hugmyndir um heppilegt þjóðfélag en amer-
ísku auðhringamir, fengju færi á að vinna að framgangi þeirra hugmynda, — hann hafði
þann tilgang að hræða menn frá að hugsa öðruvísi en stjórnin í Washington.
Spjaldskrá bandariska sendiráðsins hér er aðeins ofurlítið útibú milljónaspjaldskránna
í Ameríku, — og nú skulum vér hyggja að því hver nothæfni hennar geti verið hér á landi.
Það er auðskilið að aðaltilgangur bandaríska sendiráðsins með upplýsingasöfnun um
íslenzka menn er að skapa sér tæki sem auðveldi því að hafa bein ítök í íslenzku þjóðlífi,
þ. e. a. s. þesskonar ítök sem ekki þarfnast milligöngu íslenzkra ríkisstjórna. I því sam-
bandi verður að minnast þess að hemámsliðið sem atvinnurekandi og fjárfestingaraðili
hefur mjög sterka aðstöðu til að beita efnahagslegum þvingunum. Og vitundin um spjald-
skrána ein út af fyrir sig nægir til þess að margir menn, sem í hjarta sínu eru engir her-
námssinnar, varast eins og heitan eldinn að gera nokkuð það sem gæti gefið hernáms-
liðinu ástæðu til að halda að þeir hugsi ekki „rétt“. Þá er spjaldskráin ekki einskisvert
stjómtæki gagnvart svo ístöðulitlum höfðingjasleikjum sem margir íslenzkir embættis-
menn eru; það er ekki ólíklegt að hættan á því að verða ekki talinn hæfur til að sitja
ráðherra- og sendiherraboð, til að fara í opinberar sendiferðir til Ameríku, til að fá að-
gang að rotary-klúbbum eða frímúrara-reglum, valdi allmiklu um það að rnargur sá menn-
ingarfrömuður sem mælti drengilega gegn innlimun lslands í stríðsapparat Bandaríkjanna
á sínum tíma, hefur nú lengi þagað þunnu hljóði og hagað sér í einu og öllu eftir því
boðorði að hemámsmálin séu svo „viðkvæmt" mál að á þau megi ekki minnast.
En spjaldskrá sendiráðsins er reyndar ekki einvörðungu hinn ógnandi refsivöndur sem
á að kenna íslendingum smámsaman að „hugsa rétt“. Iiún hefur einnig það hlutverk að
vera til taks ef til „alvarlegra atburða" kæmi á Islandi, þ. e. a. s. ef íslenzkir kapítalistar
þyrftu til dæmis að kalla hið ameríska hervald sér til hjálpar, þegar svo væri komið fyrir
þeim að þeir ættu á hættu að missa völd sín. Þá væri spjaldskrá bandaríska sendiráðsins
nauðsynlegt tæki til að „einangra" íslenzka kommúnista fljótt og vel.
Það er lítill vafi á því að amerísk herseta á Islandi er ekki sízt kær hernámssinnum
vegna þess að þeir álíta að hún sé völdum þeirra trygging. Til þess bendir meðal annars
þessi játning sem gamall íhaldsmaður, fyrrum læknir á Norðurlandi birti í Morgunblað-
inu í miðri kosningaorrustunni um daginn: „Það er raunalegur sannleikur að hér mætti
búast við borgarastyrjöld, e/ öjgamenn hejÖu ekki aðhald aj erlendum her.“ Þessi yfir-
lýsing, sem er varla birt út í loftið, er að vísu afskapleg. Hún er þó ekki annað en opinber
játning þess sem lengi hefur verið hugsað í hljóði og skýrir það, að hemámsblöðunum
þótti ekki nema eðlilegt að bandariska sendiráðið væri miðstöð Maccarthyismans gagn-
vart íslendingum. S. D.
98