Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Side 10

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Side 10
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR aðrar réttari voru ekki til) eða rang- ar, þá er þeim ekki lengur treyst, þær verða sögulega rangar. Baráttan virð- ist vonlítil, og nýjar aðferðir liggja ekki á lausu. Menningarstarfsemin dregur sig inn í skel sína, leitast við aS verja einhvern kjarna og bíða betri tíma; en þar með hættir rammi menningarstarfsins að hæfa veruleik- anum úr því veruleikinn heldur á- fram; smáskekkjur fara að koma í ljós, síðan stærri skekkjur, unz þar kemur einn góðan veðurdag að bilið milli raunveruleikans og þeirrar þjóðsögu sem menningarstarfsemin notast við gapir viS öllum í óhugnan- legri víðáttu. Þá hefjast kveinstafirn- ir, áköllin og ásakanirnar og spurn- ingarnar: erum vér ennþá „menning- arþjóð“? Varnarstaðan hlýtur sem sé að hindra það róttæka starf sem er nauð- synlegt til að frjóvga þjóðlífiS á ný, veita þjóðinni tækifæri til að hefja sókn. VarSstaSan um höfuðstól menningarinnar, þessi hreina varð- staða sem er ekki fær um að gera menningararfinn að lifandi þætti nú- tímalífsins, ber í sér þá miklu hættu að menningin losni úr tengslum við hversdagslíf þjóðarinar. Hún verður að stássgrip sem ekki hefur neina verulega þýðingu fyrir venjulega þjóðfélagsþegna: þeir horfa aðeins á hann úr fjarlægð, ef þeir horfa þá á hann, ókunnuglega og með virðingu. Slíkt ástand hefur í för með sér að sá jarðvegur sem lifandi menning þarfn- ast blæs upp, því sá jarðvegur er að- eins einn: þjóðlífið og raunveruleg vandamál þess á hverjum tíma. Klofningurinn, sundrungin, sem er ein af upprunalegum orsökum varn- arstöðunnar, verður ein helzta afleið- ing hennar þegar fram í sækir, — dulin hætta samfélaginu og öllu fé- lagslegu starfi, og þessvegna einnig öllu menningarlegu starfi. Yztu skaut þessarar sundrungar eru annarsvegar menningarleg afturhaldssemi (arka- ismi), hinsvegar menningarlegt rót- leysi, hvorttveggja jafn-fjarri því að hafa nokkur tengsl við viðfangsefni þjóðfélagsins, við vandamál vorra tíma. Hin menningarlega afturhalds- semi getur að lokum leiit til ofurvalds hjátrúarinnar, einhverskonar frum- stæðs anímisma, sem jafnvel „mennt- aðir“ menn blygðast sín ekki fyrir að gjalda jákvæði. HiS menningarlega rótleysi leiðir út í afneitun íslenzkrar þjóðmenningar, sem er afneitun ís- lenzkrar tilveru. En auk þessara aðal- skauta eru auðvitaS fjölmörg milli- stig, fjölmargir hópar, hver með sína smá-“stefnu“. Þeir hafa aðeins eitt sameiginlegt: að skilja ekkert í af- stöðu, stefnu, smekk, viðleitni hver annars. Sú sálræna afstaða sem liggur á bakviS varnarstöðuna út af fyrir sig er óttinn við hættuna sem steðjar að íslenzkri þjóðmenningu: að hættan sé svo geipileg aS um sinn verði að 104
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.