Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Síða 19
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
Bertolt Brecht
Fáein kynningarorð
Þetta hefti Tímarits Máls og menningar er að mestu helgað Bertolt Brecht,
einum mesta rithöfundi og vafalítið merkasta leikritahöfundi vorrar aldar.
Það er von ritstjómarinnar að lesendur njóti þessarar tilraunar til að kynna
Bertolt Brecht, enda ekki vansalaust að íslenzkur almenningur hefur hingað-
til engan aðgang haft að verkum.hans ef frá eru taldar fáeinar ljóðaþýðing-
ar og sýning Leikfélags Reykjavíkur á Túskildingsóperunni fyrir nokkrum
árum. Því miður er þess ekki kostur að sinni að birta sýnishom af leikrit-
um hans, en auk inngangsgreinar Þorsteins Þorsteinssonar er hér birt höf-
uðritgerð Brechts um leiklist, nokkur ljóð hans og fáeinar sögur. — Ritstj.
„Alltaf eru einhver vandamál sem
þjóðfélaginu tekst ekki að leysa:
þar er starfssvið rithöfundarins."
(Brecht í viðtali við France-
Observateur 1955).
Hinn 10. febrúar síðastliðinn voru
65 ár liðin frá fæðingu þýzka
rithöfundarins og leikhúsmannsins
Bertolts Brechts; hann var fæddur ár-
ið 1898 í Augsburg í Suður-Þýzka-
landi. Fæðingarborg hans var þá á
stærð við Reykj avík nú; iðnaður var
fremur lítill, en vaxandi; og borgar-
lífið einkenndist af peningahyggju,
trúrækni, íhaldssemi og öðrum borg-
aralegum dygðum. Foreldrar hans
voru bæði aðflutt, komin af suður-
þýzku bændafólki, en faðir hans vann
sig upp í að verða forstjóri pappírs-
verksmiðju í Augsburg og heimilið
var vel efnað. Upp úr þessum borg-
aralega jarðvegi spratt sá rithöfund-
ur sem átti eftir að gagnrýna borg-
arastétt þessarar aldar af einna mestri
íþrótt og einna mestu miskunnarleysi.
Brecht byrjaði mjög ungur að
yrkja, og um 15 ára aldur fóru að
birtast eftir hann í skólablöðmn og
bæjarblöðum í Augsburg kvæði og
smásögur, sem fljótt báru vott um ó-
venjulega mikið vald á máli og sjálf-
stæði í hugsun. Árið 1917 hóf hann
nám í læknisfræði í Miinchen, en
skömmu fyrir lok stríðsins var hann
kvaddur í herþjónustu og starfaði um
skeið sem hjúkrunarlæknir í her-
mannaspítala í Augsburg. Þar lifði
hann síðustu æðisgengnu tilraunim-
ar til að breyta gangi styrjaldarinnar
— „ég sá hvernig tjaslað var í her-
TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR
113
8