Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Síða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Síða 21
BERTOLT BRECHT Herbert Ihering, eftir frumsýningu á Trumbuslœtti um nótt. Og: „Aldrei hefur bilið milli reynslu manna og listrænnar tjáningar verið eins breitt og á okkar dögum ... Hið 24ra ára gamla skáld, Bert Brecht, hefur á einu kvöldi breytt skáldlegri ásjónu Þýzka- lands.“ Þau ár þegar Brecht kom fram með sín fyrstu leikrit hafa verið kölluð „tímabil hinna miklu leikstjóra“ í sögu þýzkrar leiklistar. Það nægir að nefna nöfn eins og Max Reinhardt, Leopold Jessner og Erwin Piscator. Hlutverk leikritahöfundarins var að fá hráefni í hendur leikstjóranum sem síðan réð öllu um túlkun verksins. En áhugi Brechts — hann hafði fljót- lega hætt háskólanáminu —. var eng- an veginn bundinn við það að skrifa leikrit; honum var Ijóst að leikrit er í raun og veru ekki fullgert fyrr en búið er að setja það á svið. Hið praktíska leikhússtarf var því alla ævi eitthvert helzta viðfangsefni hans og áhugamál, ekki sízt þar sem hann hafði snemma komizt á þá skoðun að ríkjandi leikstíll væri í grundvall- aratriðum rangur. Á háskólaárum sínum í Miinchen hafði hann leikið smáhlutverk í leikflokki Karls Valen- tins. Seinna starfaði hann um skeið sem „dramatúrg“ bæði í Miinchen og Berlín. í beinu sambandi við leikrita- gerðina og reynslu hans af leikhús- starfi þróuðust leiklistarkenningar hans, sem ásamt leikstjórn hans síð- ustu árin sem hann lifði, þegar hann hafði loksins fengið eigin leikhús til umráða, gera hann að einhverjum merkasta — að margra dómi merk- asta — leikhúsmanni þessarar aldar. Það er lærdómsríkt að kynnast því hvað það var sem knúði Brecht til að segja skilið við hið gamla leikhús og leggja inn á nýjar brautir. Áhugi hans beindist æ meir að því að gera þjóðfélagslegum veruleik síns tíma skil í leikritsformi. Árið 1926 lauk hann við leikritið Mann ist Mann (Maður er maður eða Maður kemur í manns stað), sem sýnir hvernig ein- staklingurinn breytist í nafnlausa stærð og má sín einskis gagnvart ytri öflum sem eru honum margfalt sterk- ari: það er saga pakkhúsmannsins Galy Gay sem fer út að morgunlagi til að kaupa fisk í soðið og endar sem „bardagavél" enska heimsveldisins. Næst hafði hann í hyggju að skrifa leikritaflokk undir heitinu Innreið mannkynsins í stórborgirnar, og það fyrsta átti að gerast í Chicago og fjalla einkum um hveitiverzlunina. Því varð reyndar aldrei lokið, en það dró þó engu að síður dilk á eftir sér. í fyrsta lagi þurfti Brecht að afla sér þekkingar á starfsemi kapítalismans og það gekk allt annað en greiðlega. Enginn þeirra mörgu sérfræðinga sem hann sneri sér til í Berlín og Vín gat gefið honum fullnægjandi skýr- ingu á þeim „óskiljanlegu“ atburðum sem fram fóru í hveitikauphöllinni. 115
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.