Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 21
BERTOLT BRECHT
Herbert Ihering, eftir frumsýningu á
Trumbuslœtti um nótt. Og: „Aldrei
hefur bilið milli reynslu manna og
listrænnar tjáningar verið eins breitt
og á okkar dögum ... Hið 24ra ára
gamla skáld, Bert Brecht, hefur á einu
kvöldi breytt skáldlegri ásjónu Þýzka-
lands.“
Þau ár þegar Brecht kom fram með
sín fyrstu leikrit hafa verið kölluð
„tímabil hinna miklu leikstjóra“ í
sögu þýzkrar leiklistar. Það nægir að
nefna nöfn eins og Max Reinhardt,
Leopold Jessner og Erwin Piscator.
Hlutverk leikritahöfundarins var að
fá hráefni í hendur leikstjóranum sem
síðan réð öllu um túlkun verksins.
En áhugi Brechts — hann hafði fljót-
lega hætt háskólanáminu —. var eng-
an veginn bundinn við það að skrifa
leikrit; honum var Ijóst að leikrit er
í raun og veru ekki fullgert fyrr en
búið er að setja það á svið. Hið
praktíska leikhússtarf var því alla ævi
eitthvert helzta viðfangsefni hans og
áhugamál, ekki sízt þar sem hann
hafði snemma komizt á þá skoðun
að ríkjandi leikstíll væri í grundvall-
aratriðum rangur. Á háskólaárum
sínum í Miinchen hafði hann leikið
smáhlutverk í leikflokki Karls Valen-
tins. Seinna starfaði hann um skeið
sem „dramatúrg“ bæði í Miinchen og
Berlín. í beinu sambandi við leikrita-
gerðina og reynslu hans af leikhús-
starfi þróuðust leiklistarkenningar
hans, sem ásamt leikstjórn hans síð-
ustu árin sem hann lifði, þegar hann
hafði loksins fengið eigin leikhús til
umráða, gera hann að einhverjum
merkasta — að margra dómi merk-
asta — leikhúsmanni þessarar aldar.
Það er lærdómsríkt að kynnast því
hvað það var sem knúði Brecht til að
segja skilið við hið gamla leikhús og
leggja inn á nýjar brautir. Áhugi
hans beindist æ meir að því að gera
þjóðfélagslegum veruleik síns tíma
skil í leikritsformi. Árið 1926 lauk
hann við leikritið Mann ist Mann
(Maður er maður eða Maður kemur
í manns stað), sem sýnir hvernig ein-
staklingurinn breytist í nafnlausa
stærð og má sín einskis gagnvart ytri
öflum sem eru honum margfalt sterk-
ari: það er saga pakkhúsmannsins
Galy Gay sem fer út að morgunlagi til
að kaupa fisk í soðið og endar sem
„bardagavél" enska heimsveldisins.
Næst hafði hann í hyggju að skrifa
leikritaflokk undir heitinu Innreið
mannkynsins í stórborgirnar, og það
fyrsta átti að gerast í Chicago og
fjalla einkum um hveitiverzlunina.
Því varð reyndar aldrei lokið, en það
dró þó engu að síður dilk á eftir sér.
í fyrsta lagi þurfti Brecht að afla sér
þekkingar á starfsemi kapítalismans
og það gekk allt annað en greiðlega.
Enginn þeirra mörgu sérfræðinga
sem hann sneri sér til í Berlín og Vín
gat gefið honum fullnægjandi skýr-
ingu á þeim „óskiljanlegu“ atburðum
sem fram fóru í hveitikauphöllinni.
115