Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Síða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Síða 23
BERTOLT BRECHT hins vegar gefa umheiminum sjálf- stæða tilvist og notar ýmsar aðferð- ir — þul, kór, árituð spjöld, kvik- myndir o. fl. o. fl. — til að skírskota til atburða sem eru að gerast sam- tímis einhvers staðar annars staðar eða varpa á einhvern hátt ljósi á það sem við sjáum leikið á sviðinu. Einn- ig stíga leikendur út úr hlutverkum sínum, ef svo má að orði kveða, og ávarpa áhorfendur beint eða svngja t. d. söng þar sem dregnir eru almenn- ir lærdómar af einstökum atburðum leiksins. Þetta er m. a. aðferð til að koma á framfæri sjónarmiði sem er mikilvægt, e. t. v. mergur málsins, en óraunsætt væri að láta nokkra leik- persónuna sem slíka túlka. Það skap- ast þannig tvöfaldur sjónhringur: hegðun persónanna er sýnd sem hluti af stærri mynd, og þetta auðveldar gagnrýni og rétt mat. Með þessari aðferð við byggingu leikritsins er þannig unnt að ná til fleiri sviða veruleikans og í öðru lagi — það er ekki síður mikilvægt — að beina athygli áhorfandans út fyrir ramma verksins til hliðstæðra vanda- mála í daglegu lífi hans. Hið hefð- bundna leikrit er lokuð heild, áhorf- andinn er settur andspænis vissum dramatískum átökum og bíður spenntur eftir því að sjá „hvernig allt fer nú“. (Hver lausnin er skiptir minna máli en að hún sé vel og kunn- áttusamlega á borð borin, að hún „leiki sig“!). En Brecht vill hins veg- ar umfram allt kynna áhorfandanum málavexti, veita honum innsýn í or- sakasamhengi hluta til þess að vekja hann til umhugsunar og gagnrýni á sínu eigin lífi, því þjóðfélagsskipu- lagi sem hann býr við o. s. frv. Sú gamla góða setning — að það nægir eklci að túlka heiminn, það sem máli skiptir er að breyta honum — liggur alltaf á bakvið leikkenningar hans. Hliðstæðar eru kenningar hans um (1) samband leikarans ogpersónunn- ar sem hann leikur og (2) samband leikara og áhorfenda, svo og barátta hans gegn sviðsblekkingunni. Hér er einnig grundvallarmunur á leikhúsi Brechts og hinu hefðbundna drama- tíska leikhúsi. Það síðarnefnda reynir að skapa þá blekkingu að það sé ekkert leik- hús, að atburðirnir sem við sjáum á sviðinu séu í raun og veru að gerast frammi fyrir augum okkar; leikarinn kemur fram eins og hann sé raun- verulega persónan sem hann leikur, hann „lifir sig inn í hana“, og ef vel er leikið gerir áhorfandinn það einn- ig. Epíska leikhúsið hins vegar „segir frá“, eins og nafnið bendir til, sýnir atburðina úr fjarlægð; leikarinn má aldrei renna algjörlega saman við persónuna sem hann leikur, tilfinn- ingar hennar eru ekki endilega til- finningar hans, hlutverk hans er fyrst og fremst að sýna hegðun hennar. Brecht er á móti innlifunarleiknum vegna þess einkum að með því móti 117
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.