Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 24
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR er hætt við að áhorfandinn fylgi leik- persónunni eftir gagnrýnislaust, sjái ekki lengra en hún og taki því sem fram fer sem sjálfsögðum og óviðráð- anlegum hlut. Og slíkt getur sá höf- undur vitaskuld ekki látið sér lynda sem sagði tilgang leikhúss síns vera að hjálpa mönnum til að „gera sér heiminn meðfærilegan“. í lok þriðja áratugs aldarinnar samdi Brecht tvo söngleiki, Túskild- ingsóperuna og Uppgang og fall Ma- hagonny-borgar: biturt háð um borg- aralegt þjóðfélag og tilraun til að gefa þessu listformi raunsætt þjóðfélags- legt inntak. Á næstu árum skrifar hann mörg stutt leikrit sem hann kall- ar Lehrstilcke — kennsluleikrit. Efni þeirra flestra er það sama: nauðsyn þess að breyta heiminum, og til þess að það megi takast: nauðsyn þess að fórna öllu — eigin stundarhag, eigin vilja — fyrir hina sameiginlegu bar- áttu. Kennsluleikritin eru mikilvæg fyrst og fremst sem þáttur í þróun Brechts sjálfs: í þeim er hann að segja skilið við gainlar tilhneigingar sínar til anarkisma og sannfæra sjálf- an sig (og aðra) um nauðsyn verk- lýðsbyltingarinnar. En þau eru allt of nakin og abstrakt, persónurnar lít- ið meira en hugtök. Úr þessum ágöll- um bætti hann þó fljótt, og fyrir 1933 samdi hann enn tvö leikrit í líkum stíl, en með lifandi persónum: Móð- urina (eftir skáldsögu Gorkis) og Heilaga Jóhönnu sláturhúsanna, bæði mikil listaverk. Þann 27. febrúar 1933 kveiktu naz- istar í Ríkisþinghúsinu í Berlín. Brecht sá að hverju fór og flýði land þegar næsta dag. Þar með hófst sú út- legð sem átti eftir að standa í meira en hálfan annan áratug. Helztu dval- arlönd hans þennan tíma voru Dan- mörk (6 ár; vinir hans hjálpuðu hon- um til að komast yfir gamlan sveita- bæ á Fjóni, hesthúsinu breytti hann í vinnuherbergi), Svíþjóð, Finnland, Bandaríkin (6 ár; hann reyndi án nokkurs teljandi árangurs að fá at- vinnu við að semja kvikmyndahand- rit í Hollywood; 1947 var honum stefnt fyrir „óamerísku nefndina“, en var látinn laus og flaug þegar næsta dag til Sviss). Svo þungt áfall sem það hlýtur að vera fyrir sérhvern rithöfund að geta ekki haft bein tengsl við líf þjóðar sinnar og mál hennar, sem er efnivið- ur verka hans, gildir það þó í tvö- földum mæli um leikritahöfundinn sem þarfnast leikhúss til að verk hans sé fullgert. Þeim mun meira er afrek Brechts. Þrátt fyrir fj árhagsörðug- leika, oft beina lífshættu og tíðast án nokkurrar vonar um að fá leikrit sín flutt, semur hann á þessum árum sín beztu verk. Því miður verður hér upptalningin ein að nægja. Frægust og e. t. v. fullkomnust eru leikritin Móðir Courage, Ævi Galileis, Góða konan frá Sezuan (öll samin í Skand- 118
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.