Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 25
BERTOLT BRECHT
inavíu) og Káhasíski krítarhringur-
inn (saminn í Bandaríkjunum), en
mikil listaverk eru einnig Ótti og
eymd þriðja ríkisins, Puntila bóndi
og Matti bílstjóri hans, Arturo Ui,
Sveik í annarri heimsstyrjöldinni og
Dagar kommúnunnar.
Þegar við sjáum þessi leikrit verð-
um við að viðurkenna að orð sviss-
neska leikritahöfundarins Diirren-
matts — „verk Brechts eru svar við
okkar heimi“ — eru ekki út í bláinn.
Þótt þau séu afar margvísleg eiga þau
það sameiginlegt að þau fjalla öll um
höfuðvandamál mannkynsins: skipan
mannlegs samfélags. Þau sýna að
vandamálið krefst úrlausnar, og þau
eru vísir til þeirrar úrlausnar.
Auk leikritanna skrifaði Brecht í
útlegðinni tvær skáldsögur, allmarg-
ar smásögur og orti einnig mjög mik-
ið. Hér er ekki rúm til að gera neina
grein fyrir kvæðum hans — þau eru
íslenzkum lesendum ekki með öllu ó-
kunn —; en hann er óhikað eitthvert
merkasta og fjölhæfasta Ijóðskáld
þessarar aldar. Mörg kvæða hans
voru beint innlegg í baráttu dagsins,
og hann leit ekki svo á að með því
væri hann að niðurlægja list sína. Af-
staða hans til listarinnar klauf hann
ekki í mann og listamann, þótt það sé
eins og við vitum allalgengt fyrir-
bæri, sem hann hefur sjálfur lýst með
eftirfarandi dæmisögu:
„Til Me Tí (foms kínversks heim-
spekings. — Þ.Þ.) kom ungur málari,
faðir hans og bræður voru bátsdrátt-
armenn. Milli þeirra tókust eftirfar-
andi orðaskipti: Ég sé föður þinn,
dráttarmanninn, ekki á myndunum
þínum. — Á ég þá bara að mála föð-
ur minn? — Nei, þú gætir líka mál-
að aðra dráttarmenn, en ég sé engan
þeirra á myndunum þínum. — Hvers
vegna þarf ég að mála dráttarmenn?
Er ekki úr mörgu að velja? — Vissu-
lega. En ég sé ekki heldur neina aðra
menn sem vinna mikið og fá illa borg-
að á myndunum þínum. — Má ég þá
ekki mála það sem ég vil? — Vissu-
lega, en hvað viltu? Dráttarmennirn-
ir búa við hrópleg kjör, við viljum
hjálpa þeim eða ættum að vilja hjálpa
þeim, þú þekkir kjör þeirra, þú kannt
að mála og þú málar sólblóm! Er það
afsakanlegt? — Ég mála ekki sól-
blóm, ég mála línur og fleti og tilfinn-
ingarnar sem ég hef stundum. — Eru
það þá að minnsta kosti tilfinningar
vegna hinna hróplegu kjara dráttar-
mannanna? — Ef til vill. — Þú ert
sem sagt búinn að gleyma þeim og
manst bara eftir tilfinningum þínum?
— Ég tek þátt í þróun málaralistar-
innar. — Ekki í þróun dráttarmann-
anna? — Sem maður er ég í félags-
skapnum Mí en lei, sem er á móti arð-
ráni og kúgun, en sem málari þróa ég
form málverksins ...“
í árslok 1948 kom Brecht aftur til
Þýzkalands og settist að í Austur-Ber-
lín. Árið eftir stofnaði hann flokk
sinn Berliner Ensemble sem brátt á-
119