Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 34
TÍMAIUT MÁLS OG MENNINGAR sjálfstæðum toga, í stuttu máli hliðargreinar gömlu verkanna. Það eru ein- mitt meSul skáldskaparins og leiklistarinnar, sem leyna skekkjum sögunnar. Leikhús okkar hafa ekki lengur hæfileika eSa löngun til að segja þessar sögur greinilega, jafnvel ekki frekar nýlegar sögur hins mikla Shakespeares, þ. e. að gera samhengi atburðanna trúlegt. Og sögnin (Fabel) er samkvæmt Aristó- teles — og í því erum við honum sammála — sál sjónleiksins. Við truflumst æ meir af fábreytninni og hirðuleysinu í eftirmyndum mannlífsins, og það ekki aðeins í gömlu verkunum, heldur einnig í verkum samtíðarinnar, þegar þau eru gerð eftir gömlum forskriftum. Allt hátterni okkar, þegar við njótum einhvers, er farið að verða afturúr. 13 Það eru skekkjurnar í eftirmyndum atburða manna á milli, sem rýra nautn okkar af leiklistinni. ÁstæSan fyrir því: við horfum öðruvísi við því, sem myndirnar eru af, heldur en þeir, er lifðu á imdan okkur. 14 Þegar við svipumst nefnilega um eftir óbrotinni skemmtun, víðtækri, djúpri ánægju, sem leiklist okkar gæti veitt okkur með eftirmyndum af mann- legu samlífi, hljótum við að líta á okkur sem börn vísindaaldarinnar. Sambúð okkar við aðra rnenn — og það merkir: okkar líf — er ákvörðuð af vísindun- um í alveg nýjum mæli. 15 Fyrir nokkur hundruð árum bar það til í ýmsum löndum, að nokkrir menn, er höfðu þó bréfasamband sín á milli, gerðu vissar tilraunir, en fyrir atbeina þeirra vonuðust þeir til að geta hrifsað leyndardómana frá náttúr- unni. Þar eð þeir tilheyrðu atvinnurekendastétt borganna, sem þá þegar voru orðnar voldugar, fengu þeir uppfinningar sínar mönnum, sem hagnýttu sér þær í verki, án þess að vænta sér miklu meira af nýju vísindunum en persónu- legs hagnaðar. Atvinnugreinar, sem höfðu notazt við nærri óbreyttar aðferðir í þúsund ár, þöndust nú gífurlega út, á mörgum stöðum, sem þeir tengdu hvem öðrum með innbyrðis samkeppni. Allsstaðar söfnuðu þær til sín mikl- um mannaskara, sem hóf sökum nýrrar skipulagningar risavaxna framleiðslu. Bráðlega bjó mannkynið yfir umfangsmeiri kröftum en nokkur hafði til þessa þorað að láta sig dreyma um. 16 Það var eins og mannkynið tæki sér nú fyrst fyrir hendur, vísvitandi og einhuga, að gera stjörnuna, sem það bjó á, byggilega. Margir efnishlutar hennar, svo sem kol, vatn, olía, breyttust í auðlindir. Vatnsgufu var fyrirskip- að að knýja farartæki; nokkrir smáneistar og kippir í frosklæri ljóstruðu upp um náttúrukraft, sem kveikti ljós, bar hljóðið yfir meginlönd osfrv. Með nýrri 128
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.