Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Side 34
TÍMAIUT MÁLS OG MENNINGAR
sjálfstæðum toga, í stuttu máli hliðargreinar gömlu verkanna. Það eru ein-
mitt meSul skáldskaparins og leiklistarinnar, sem leyna skekkjum sögunnar.
Leikhús okkar hafa ekki lengur hæfileika eSa löngun til að segja þessar sögur
greinilega, jafnvel ekki frekar nýlegar sögur hins mikla Shakespeares, þ. e.
að gera samhengi atburðanna trúlegt. Og sögnin (Fabel) er samkvæmt Aristó-
teles — og í því erum við honum sammála — sál sjónleiksins. Við truflumst
æ meir af fábreytninni og hirðuleysinu í eftirmyndum mannlífsins, og það
ekki aðeins í gömlu verkunum, heldur einnig í verkum samtíðarinnar, þegar
þau eru gerð eftir gömlum forskriftum. Allt hátterni okkar, þegar við njótum
einhvers, er farið að verða afturúr.
13 Það eru skekkjurnar í eftirmyndum atburða manna á milli, sem rýra
nautn okkar af leiklistinni. ÁstæSan fyrir því: við horfum öðruvísi við því,
sem myndirnar eru af, heldur en þeir, er lifðu á imdan okkur.
14 Þegar við svipumst nefnilega um eftir óbrotinni skemmtun, víðtækri,
djúpri ánægju, sem leiklist okkar gæti veitt okkur með eftirmyndum af mann-
legu samlífi, hljótum við að líta á okkur sem börn vísindaaldarinnar. Sambúð
okkar við aðra rnenn — og það merkir: okkar líf — er ákvörðuð af vísindun-
um í alveg nýjum mæli.
15 Fyrir nokkur hundruð árum bar það til í ýmsum löndum, að nokkrir
menn, er höfðu þó bréfasamband sín á milli, gerðu vissar tilraunir, en fyrir
atbeina þeirra vonuðust þeir til að geta hrifsað leyndardómana frá náttúr-
unni. Þar eð þeir tilheyrðu atvinnurekendastétt borganna, sem þá þegar voru
orðnar voldugar, fengu þeir uppfinningar sínar mönnum, sem hagnýttu sér
þær í verki, án þess að vænta sér miklu meira af nýju vísindunum en persónu-
legs hagnaðar. Atvinnugreinar, sem höfðu notazt við nærri óbreyttar aðferðir
í þúsund ár, þöndust nú gífurlega út, á mörgum stöðum, sem þeir tengdu
hvem öðrum með innbyrðis samkeppni. Allsstaðar söfnuðu þær til sín mikl-
um mannaskara, sem hóf sökum nýrrar skipulagningar risavaxna framleiðslu.
Bráðlega bjó mannkynið yfir umfangsmeiri kröftum en nokkur hafði til þessa
þorað að láta sig dreyma um.
16 Það var eins og mannkynið tæki sér nú fyrst fyrir hendur, vísvitandi og
einhuga, að gera stjörnuna, sem það bjó á, byggilega. Margir efnishlutar
hennar, svo sem kol, vatn, olía, breyttust í auðlindir. Vatnsgufu var fyrirskip-
að að knýja farartæki; nokkrir smáneistar og kippir í frosklæri ljóstruðu upp
um náttúrukraft, sem kveikti ljós, bar hljóðið yfir meginlönd osfrv. Með nýrri
128