Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 37

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 37
LÍTIL STEFNUSKRÁ FYRIR LEIKLISTINA indunum. Til þess að tileinka sér þau þurfa þeir fyrst að þróa og iðka sjálfir ný þjóðfélagsvísindi og eru því hin eiginlegu börn vísindaaldarinnar, og leik- hús hennar kemst ekki á fót, nema þeir komi því á fót. Leiklist, sem gerir fram- leiðnina að aðaluppsprettu skemmtunarinnar, hlýtur líka að gera hana að rauðum þræði, og alveg af sérstökum ákafa í dag, þegar maðurinn er allsstað- ar hindraður af manninum að dafna, þ. e. að afla sér viðurværis, að vera skemmt og skemmta sjálfur. Leiklistin þarf að hafa gengið á mála hjá veru- leikanum til að geta með fullum rétti sett fram áhrifarikar eftirmyndir veru- leikans. 24 Og þetta auðveldar aftur leiklistinni að þjappa sér eins nálægt kennslu- stofnununum og bókaútgáfunum og henni er mögulegt. Því endaþótt ekki sé unnt að íþyngja henni með allskonar vitneskju, sem gerir hana óskemmtilega, er henni þó frjálst að skemmta sér við lærdóm og rannsóknir. Sköpun hinna raunhæfu eftirmynda af veröldinni er henni leikur einn, og þessar myndir eru þannig úr garði gerðar, að þær geta orkað á þjóðfélagið. Fyrir þeim, sem byggja upp þjóðfélagið, útleggur hún viðburði þess, liðna sem núverandi, og á þann veg, að þeir fá ,,notið“ þeirra tilfinninga, þekkingar og hvata, sem ástríðumestu, vitrustu og athafnasömustu mennirnir meðal okkar afla sér á vettvangi dagsins og aldarinnar. Það á að skemmta þeim með vizkunni, sem sprettur af lausn vandamálanna, með reiðinni, sem samúðin með hinum undir- okuðu getur breytzt í, öðrum til gagns, með virðingunni fyrir því, að það sé virt, sem mannlegt er, það er mannvináttu, í stuttu máli með öllu því, sem gleður framleiðendurna. 25 Og þetta heimilar lika leiklistinni að leiða áhorfendunum fyrir sjónir hið sérstaka siðferði, sem lýsir af framleiðninni. Með því að gera gagnrýnina, þ. e. hina miklu vinnuaðferð framleiðninnar, ánægjulega, er ekki lengur neitt til á siðferðilegu sviði, sem leiklistin verður að gera, og margt, sem hún getur gert. Jafnvel af hinu óþjóðfélagslega getur þjóðfélagið haft nautn, svo framar- lega sem það kemur fram af fjöri og stórt í sniði. Að því tilskildu sýnir það oft vitsmunaorku og margvíslega hæfileika, sem sérstakur fengur er að, þó þeir beinist til eyðileggingar. Einnig þess straums, sem hefur sprengt sig lausan með hrapallegum afleiðingum, er þjóðfélaginu frjálst að njóta í allri sinni dýrð, ef það megnar að taka hann undirtökum: þá er hann á valdi þess. 26 Til að hrinda slíku áformi í framkvæmd getum við trauðla notazt við leiklistina óbreytta frá því, sem hún er. Við skulum ganga í eitt þessara húsa 131
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.