Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 37
LÍTIL STEFNUSKRÁ FYRIR LEIKLISTINA
indunum. Til þess að tileinka sér þau þurfa þeir fyrst að þróa og iðka sjálfir
ný þjóðfélagsvísindi og eru því hin eiginlegu börn vísindaaldarinnar, og leik-
hús hennar kemst ekki á fót, nema þeir komi því á fót. Leiklist, sem gerir fram-
leiðnina að aðaluppsprettu skemmtunarinnar, hlýtur líka að gera hana að
rauðum þræði, og alveg af sérstökum ákafa í dag, þegar maðurinn er allsstað-
ar hindraður af manninum að dafna, þ. e. að afla sér viðurværis, að vera
skemmt og skemmta sjálfur. Leiklistin þarf að hafa gengið á mála hjá veru-
leikanum til að geta með fullum rétti sett fram áhrifarikar eftirmyndir veru-
leikans.
24 Og þetta auðveldar aftur leiklistinni að þjappa sér eins nálægt kennslu-
stofnununum og bókaútgáfunum og henni er mögulegt. Því endaþótt ekki sé
unnt að íþyngja henni með allskonar vitneskju, sem gerir hana óskemmtilega,
er henni þó frjálst að skemmta sér við lærdóm og rannsóknir. Sköpun hinna
raunhæfu eftirmynda af veröldinni er henni leikur einn, og þessar myndir eru
þannig úr garði gerðar, að þær geta orkað á þjóðfélagið. Fyrir þeim, sem
byggja upp þjóðfélagið, útleggur hún viðburði þess, liðna sem núverandi, og
á þann veg, að þeir fá ,,notið“ þeirra tilfinninga, þekkingar og hvata, sem
ástríðumestu, vitrustu og athafnasömustu mennirnir meðal okkar afla sér á
vettvangi dagsins og aldarinnar. Það á að skemmta þeim með vizkunni, sem
sprettur af lausn vandamálanna, með reiðinni, sem samúðin með hinum undir-
okuðu getur breytzt í, öðrum til gagns, með virðingunni fyrir því, að það sé
virt, sem mannlegt er, það er mannvináttu, í stuttu máli með öllu því, sem
gleður framleiðendurna.
25 Og þetta heimilar lika leiklistinni að leiða áhorfendunum fyrir sjónir
hið sérstaka siðferði, sem lýsir af framleiðninni. Með því að gera gagnrýnina,
þ. e. hina miklu vinnuaðferð framleiðninnar, ánægjulega, er ekki lengur neitt
til á siðferðilegu sviði, sem leiklistin verður að gera, og margt, sem hún getur
gert. Jafnvel af hinu óþjóðfélagslega getur þjóðfélagið haft nautn, svo framar-
lega sem það kemur fram af fjöri og stórt í sniði. Að því tilskildu sýnir það
oft vitsmunaorku og margvíslega hæfileika, sem sérstakur fengur er að, þó þeir
beinist til eyðileggingar. Einnig þess straums, sem hefur sprengt sig lausan
með hrapallegum afleiðingum, er þjóðfélaginu frjálst að njóta í allri sinni
dýrð, ef það megnar að taka hann undirtökum: þá er hann á valdi þess.
26 Til að hrinda slíku áformi í framkvæmd getum við trauðla notazt við
leiklistina óbreytta frá því, sem hún er. Við skulum ganga í eitt þessara húsa
131