Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og athuga verkunina, sem hún hefur á áhorfendurna. Þegar maður lítur í kringum sig, sér hann næstumþví hreyfingarlausa mannslíkami í einkennilegu ástandi: þeir virðast þenja alla sína vöðva í miklum átökum, ef þeir hvílast þá ekki máttvana í mikilli örmögnun. A milli þeirra er varla nokkurt samband, samvera þeirra er eins og þeir séu allir steinsofandi, og dreymi illa, af því þeir liggja á bakinu — en það er skýring alþýðunnar á martröðum. Þeir hafa að vísu augun opin, en þeir skoða ekki, þeir stara, alveg eins og þeir heyra ekki, heldur hlusta. Þeir horfa eins og heillaðir á sviðið, en sá svipur stafar frá miðöldum, tíma galdranornanna og klerkanna. Að sjá og að heyra eru athafnir, öðruhverju ánægjulegar, en þessu fólki virðist vera fyrirmunað að hafast nokkuð að, áþekkast mönnum, sem eitthvað er verið að gera við. Heill- unarástandið, sem virðist gera þá undirorpna óákveðnum, en sterkum tilfinn- ingum, er því dýpra, því betur sem leikararnir leika, svo við, sem kærum okk- ur kollótta um þetta ástand, mundum óska þess, að þeir væru eins vondir og verða mætti. 27 Og sjálf veröldin, sem með þessu er gefin mynd af og teknir eru úr út- drættir, hún er töfruð fram með svo fáum og lítilfjörlegum meðulum sem nokkrum pappaspj öldum, dálitlum svipbrigðum, einhverjum orðsvörum; og við hljótum að dást að leikhúsfólkinu, sem getur með svo fátæklegri eftirmynd veraldarinnar snortið tilfinningalíf vel fyrirkallaðra áhorfenda sinna miklu sterkar en sj álf veröldin mundi geta. 28 Hvað sem öllu líður ættum við ekki að ásaka leikhúsfólkið, því það gæti ekki veitt þær skemmtanir, sem keyptar eru af því fyrir fé og frama, með ná- kvæmari eftirmyndum af veröldinni, né sett hinar ónákvæmu eftirmyndir sínar fram með minni töfrum. Við sjáum hæfileika þess til að teikna upp myndir af mönnum gægjast allsstaðar fram; sérstaklega bera þrjótarnir og minni hlut- verkin mannþekkingu þeirra vitni og eru hvert upp á sinn máta, en aðalhlut- verkunum verður að halda almennum, svo áhorfandinn eigi auðveldara með að þekkja sjálfan sig í þeim, og að minnsta kosti verða allir drættir að vera teknir innan þess þrönga ramma, þar sem hver og einn kannast við sig og getur óðara sagt: já, þannig er það. Því áhorfandinn óskar eftir að kenna ákveðinna geðhrifa alveg eins og barn, sem fer á bak á tréhesti í hringekju: stoltsins af því að geta setið hest og að eiga hest; ánægjunnar af því að vera borið áfram, framhjá öðrum börnum; hinna ævintýralegu drauma: að vera veitt eftirför eða að veita öðrum eftirför osfrv. Til þess að bamið lifi þetta allt skiptir ekki miklu máli, hversu tréhesturinn er líkur raunverulegum hesti, né 132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.