Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
saurugt við fall þeirra, hamfarirnar verða ekki gagnrýndar. Mannfórnir alls-
staðar! Villimannlegar dægrastyttingar! Við vitum, að villimennirnir hafa
list. Við skulum búa til aðra!
34 Hversu lengi enn mega sálir okkar yfirgefa „klunnalega“ líkamina í
skjóli myrkursins og þröngva sér inn í þessar draumaverur uppá pallinum,
til að fá hlutdeild í uppgangi þeirra, sem er fyrirmunaður „svoleiðis mönnum
sem okkur“? Hverskonar frelsun er þetta, úr því við lifum þó alltént í lok
allra þessara leikrita — sem enda vel aðeins fyrir tíðarandann (hina tilhlýði-
legu forsjón, reglu róseminnar) — draumkennda aftöku, sem refsar hlutað-
eiganda fyrir uppganginn eins og ólifnað! Við smeygjum okkur inn í „Odi-
pus“, því enn eru sömu helgidómarnir við lýði, og fávísi leysir ekki undan
refsingu. Inn í „Othello“, því afbrýðissemin lætur okkur alltaf hafa nóg fyrir
stafni, og allt veltur á eignarhaldinu. Inn í „Wallenstein“, af því við þurfum
að hafa óbundnar hendur til að geta háð valdabaráttuna og vera löghlýðnir,
annars hættir hún. Undir þessum venjubundnu martröðum er líka kynt í leik-
ritum eins og „Afturgöngunum“ og „Vefurunum", þar sem þjóðfélagið birtist
þó á vafasamari hátt sem „umhverfi". Þar eð tilfinningum, þekkingu og hvöt-
um aðalpersónanna er þröngvað upp á okkur, fáum við ekki meira að sjá af
þjóðfélaginu, en það sem „umhverfið“ heimilar.
35 Við þörfnumst leiklistar, sem gerir það ekki einungis fært að túlka til-
finningar, þekkingu og hvatir, sem eru leyfilegar á þeim sögulega vettvangi
mannlegra samskipta, þar sem viðburðirnir á ýmsum tímum eiga sér stað,
heldur notfærir sér og birtir þær hugsanir og tilfinningar, sem eiga hlutverki
að gegna við umbreytingu sjálfs vettvangsins.
36 Vettvangurinn þarf að vera auðkenndur í sögulegu afstæði sínu. Þetta
merkir, að við leggjum niður þann vana að sníða mismuninn af ólíkum þjóð-
félagsbyggingum liðinna alda, svo þær líta allar meira og minna út eins og
okkar eigin þjóðfélagsbygging, sem við þær aðgerðir fær á sig eitthvað, er
alltaf hefur verið til, þ. e. blátt áfram eilíft. Við viljum þvert á móti láta mis-
mun þeirra haldast og gera fallvaltleika þeirra augsýnilegan, svo okkur geti
skilizt, að okkar eigin þjóðfélagsbygging er líka fallvölt. (Til þess dugir auð-
vitað ekki tímabilsblær eða þjóðháttaefni, en einmitt þessi atriði nota leikhús
okkar til að láta líkinguna með hátterni manna á ólíkum tímum koma þeim
mun skarpar fram. Við munum síðar drepa á leiðir, sem eru leiklistinni færar
í þessu efni.)
134