Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Síða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Síða 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR saurugt við fall þeirra, hamfarirnar verða ekki gagnrýndar. Mannfórnir alls- staðar! Villimannlegar dægrastyttingar! Við vitum, að villimennirnir hafa list. Við skulum búa til aðra! 34 Hversu lengi enn mega sálir okkar yfirgefa „klunnalega“ líkamina í skjóli myrkursins og þröngva sér inn í þessar draumaverur uppá pallinum, til að fá hlutdeild í uppgangi þeirra, sem er fyrirmunaður „svoleiðis mönnum sem okkur“? Hverskonar frelsun er þetta, úr því við lifum þó alltént í lok allra þessara leikrita — sem enda vel aðeins fyrir tíðarandann (hina tilhlýði- legu forsjón, reglu róseminnar) — draumkennda aftöku, sem refsar hlutað- eiganda fyrir uppganginn eins og ólifnað! Við smeygjum okkur inn í „Odi- pus“, því enn eru sömu helgidómarnir við lýði, og fávísi leysir ekki undan refsingu. Inn í „Othello“, því afbrýðissemin lætur okkur alltaf hafa nóg fyrir stafni, og allt veltur á eignarhaldinu. Inn í „Wallenstein“, af því við þurfum að hafa óbundnar hendur til að geta háð valdabaráttuna og vera löghlýðnir, annars hættir hún. Undir þessum venjubundnu martröðum er líka kynt í leik- ritum eins og „Afturgöngunum“ og „Vefurunum", þar sem þjóðfélagið birtist þó á vafasamari hátt sem „umhverfi". Þar eð tilfinningum, þekkingu og hvöt- um aðalpersónanna er þröngvað upp á okkur, fáum við ekki meira að sjá af þjóðfélaginu, en það sem „umhverfið“ heimilar. 35 Við þörfnumst leiklistar, sem gerir það ekki einungis fært að túlka til- finningar, þekkingu og hvatir, sem eru leyfilegar á þeim sögulega vettvangi mannlegra samskipta, þar sem viðburðirnir á ýmsum tímum eiga sér stað, heldur notfærir sér og birtir þær hugsanir og tilfinningar, sem eiga hlutverki að gegna við umbreytingu sjálfs vettvangsins. 36 Vettvangurinn þarf að vera auðkenndur í sögulegu afstæði sínu. Þetta merkir, að við leggjum niður þann vana að sníða mismuninn af ólíkum þjóð- félagsbyggingum liðinna alda, svo þær líta allar meira og minna út eins og okkar eigin þjóðfélagsbygging, sem við þær aðgerðir fær á sig eitthvað, er alltaf hefur verið til, þ. e. blátt áfram eilíft. Við viljum þvert á móti láta mis- mun þeirra haldast og gera fallvaltleika þeirra augsýnilegan, svo okkur geti skilizt, að okkar eigin þjóðfélagsbygging er líka fallvölt. (Til þess dugir auð- vitað ekki tímabilsblær eða þjóðháttaefni, en einmitt þessi atriði nota leikhús okkar til að láta líkinguna með hátterni manna á ólíkum tímum koma þeim mun skarpar fram. Við munum síðar drepa á leiðir, sem eru leiklistinni færar í þessu efni.) 134
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.