Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 42

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 41 Á þennan hátt sér verkfræðingurinn fljót: bæði í upphaflegum farvegi og mörgum ímynduðum farvegum, sem það hefði getað haft, ef halli sléttunn- ar væri öðruvísi eða vatnsmagnið annað. Og samtímis því að hann sér nýtt fljót í huganum, heyrir sósíalistinn í huganum ný samtalsform meðal verka- mannanna við fljótið. Og þannig ætti áhorfandi okkar í leikhúsinu að sjá at- vik, sem eiga sér stað meðal slíkra verkamanna, búin þessum skissudráttum og þessu bergmáli. 42 Þeir leikhættir, sem reyndir voru milli fyrstu og annarrar heimsstyrj ald- arinnar í Schiffbauerdamm-leikhúsinu í Berlín, til að gera það fært að setja fram þvílíkar eftirmyndir, byggjast á „framandleika-áhrifunum“ (Verfrem- dungs- eða V-effekt). Þegar eftirmynd hefur verið gerð framandi, þekkjum við að sönnu hlutinn aftur, en þó kemur hann okkur jafnframt ókunnuglega fyrir. Leikhúsið í fornöld og á miðöldum gerði persónur sínar framandi með manna- og dýragrímum, leikhús Asíu notar enn í dag V-effekt í tónlist og lát- brigðaleik. V-effektin komu án efa í veg fyrir innlifun, en eigi að síður var sá grundvöllur, sem tækni þessi byggðist á, öllu skyldari dáleiðslu og sefjun heldur en sá, er innlifunin byggist á. Þjóðfélagsleg markmið þessara gömlu áhrifa voru gjörólík okkar. 43 Gömlu V-áhrifin svipta áhorfandann hverju tækifæri til að hlutast til um það, sem fram fer á sviðinu, og gera eftirmyndirnar þannig úr garði, að þeim verður ekki breytt. Þau nýju eru að engu leyti skringileg, það er hið óvísinda- lega augnaráð, sem stimplar hið framandi skringilegt. Nýju framandleika- áhrifin skulu aðeins má af þjóðfélagslega áorkanlegum atvikum stimpil kunn- ugleikans, sem verndar þau nú fyrir íhlutun. 44 Það, sem lengi hefur staðið óbreytt, virðist nefnilega óumbreytanlegt. Hvarvetna rekumst við á eitthvað, sem er of sjálfsagt, til að við færum að ómaka okkur að skilja það. Það, sem mennirnir reyna í sinn hóp, virðist þeim vera hin sjálfsagða mannlega reynsla. Barnið, sem lifir og hrærist í heimi gamalmennisins, lærir, hvernig lífið gengur þar fyrir sig. Eins og hlutina ber að höndum, innprentast þeir því. Ef einhver er nógu djarfur til að æskja ein- hvers þar framyfir, mundi hann aðeins óska sér þess sem undantekningar. Endaþótt hann viðurkenndi, að það, sem „forsjónin“ hefur ákvarðað honum, sé það, er þjóðfélagið hefur búið honum, mundi þjóðfélagið — þetta volduga samsafn lífvera, sem eru honum sjálfum líkar, þessi heild, sem er stærri en summa hinna einstöku þátta — koma honum fyrir sjónir sem eitthvað, er 136
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.