Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 45

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 45
LÍTIL STEFNUSKRÁ FYRIR LEIKLISTINA 50 Onnur breyting á flutningi leikarans á eftirmyndunum er nauðsynleg, og hún gerir líka framgang málanna „hversdagslegri“. Eins og leikarinn má ekki gera áhorfendum þær sjónhverfingar, að ekki hann, heldur hin upphugs- aða persóna standi á sviðinu, þannig má hann ekki heldur gera þeim þær sjón- hverfingar, að það, sem fram fer á sviðinu, sé ekki æft, heldur gerist í fyrsta og eina sinn. Sá greinarmunur Schillers, að kvæðamaðurinn eigi að fjalla um atburð sinn eins og hann sé fyllilega liðinn, leikarinn um sinn eins og hann sé einmitt að gerast, er ekki lengur í gildi. Það á að skína út úr öllum hans leik, að „hann þegar í upphafi og í miðjunni þekki endann", og hann á „þann- ig frá byrjun til enda að gæta frjálslegrar rósemi“. í lifandi framsetningu á sviðinu segir hann sögu persónunnar. Allan tímann veit hann meira en hún og lætur ekki eins og „nú“ og „hér“ sé tilbúningur, borinn uppi af reglum leiksins, heldur greinir það frá „í gær“ og „hinum staðnum“, en með því móti getur samhengi athurðanna orðið augljóst. 51 Þetta er sérstaklega mikilvægt, þegar sýnd eru atvik, sem gerast meðal fjöldans, eða þar sem umheimurinn tekur snöggum breytingum, svo sem í styrjöldum og byltingum. Áhorfandinn getur þá fengið heildarsýn yfir kring- umstæðurnar og atburðarásina. Hann getur t. d., á meðan hann heyrir konu tala, heyrt hana líka í anda tala öðruvísi, segjum eftir nokkrar vikur, og aðr- ar konur tala einmitt núna öðruvísi annarsstaðar. Þetta væri mögulegt, ef leik- konan léki konuna eins og hún hefði lifað allt tímabilið til loka og greindi nú, eftir minni eða af þekkingu á framhaldinu, frá þeim ummælum sínum, sem mikilvæg voru fyrir þennan tíma, því mikilvægt er í þessu efni, það sem varð mikilvægt. Að gera persónu þannig framandi sem „einmitt þessa persónu“ og „einmitt þessa persónu einmitt núna“, er því aðeins mögulegt, að varazt sé að skapa blekkinguna: að leikarinn sé persónan, og sýningin sé atburðurinn. 52 Með þessu höfum við líka orðið að gefa aðrar blekkingu uppá bátinn: þá, að einhver mundi haga sér eins og persónan í leikritinu. Úr „ég geri það“ varð „ég gerði það“, og nú hlýtur úr „hann gerði það“ að verða „hann gerði það, og ekkert annað“. Það er of mikil einföldun að laga athafnirnar eftir skapgerðinni og skapgerðina eftir athöfnunum; mótsagnirnar, sem athafnir og skapgerð raunverulegra manna leiða í ljós, verða ekki sýndar með því móti. Hreyfilögmál þjóðfélagsins verða ekki útlistuð með „óskmyndum“, þar eð „óhreinindin“ (mótsagnaeðlið) tilheyra einmitt hreyfingunni og því, sem 139
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.