Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 48

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 48
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og jafnframt neyðir hann mótleikara sína til að gera sín hlutverk óttaslegin eða auðsveip osfrv. Til þess eins að veita öllum þessi fríðindi og með því þjóna sögninni, ættu leikararnir við og við á æfingunum að skipta um hlut- verk við mótleikara sína, til þess að persónurnar fái hver frá annarri það, sem þær þarfnast hver frá annarri. En það er líka hollt fyrir leikarana að mæta persónu sinni í annarra höndum eða öðruvísi mótaðri. I höndum manneskju af öðru kyni kemur kyn persónunnar skýrar í ljós; í höndum gamanleikara sýnir hún — tragískt eða kómískt — á sér nýjar hliðar. Framar öllu öðru festist í leikaranum — þegar hann á hlut að þróun móthlutverkanna eða kemur að minnsta kosti fram í stað túlkenda þeirra — hið þjóðfélagslega sjónarmið, sem persóna hans er séð frá og sker úr um svo margt. Herrann er aðeins herra að því skapi, sem þrællinn leyfir honum það osfrv. 60 Persónuna verður vitaskuld að móta til fulls á óteljandi vegu, áður en hún hlýtur réttan sess meðal annarra persóna leikritsins, og leikarinn þarf að festa sér í minni hugboðin, sem textinn vekur með honum í því sambandi. í reyndinni kynnist hann þó sjálfum sér miklu meira af meðförunum, sem hann fær hjá persónum leikritsins. 61 Samanlagðar allar þær afstöður, sem persónurnar taka hver gegn ann- arri, mynda hið svokallaða „gestíska plan“. Líkamastelling, málhreimur og svipbrigði eru ákvörðuð af þjóðfélagslegum „gestus“: persónurnar skammast, hrósa hver annarri, fræða hver aðra osfrv. Til þeirra afstaðna, sem menn taka gagnvart mönnum, heyra þær, sem eru á að sjá algjör einkamál, svo sem kveinstafir vegna líkamlegs sársauka í veikindum eða trúaráköll. Þvílíkt gest- ískt tal er oftast harla flókið og mótsagnakennt, svo að það er ógerlegt að koma því til skila með einu einasta orði, og leikarinn þarf að gæta þess, að ekkert missi sín, þegar hann, eins og nauðsynlegt er, ýkir styrkleika eftir- myndarinnan heldur verði allt fyrirbærið kröftugra. 62 Leikarinn nær valdi á persónu sinni með því að fylgja af gagnrýni marg- földu tali hennar, svo og tali persónanna í mótleiknum og allra annarra per- sóna leikritsins. 63 Nú skulum við, til að skýra hið gestíska inntak, fara í gegnum upphafs- atriði nýlegs leikrits eftir mig, Leben des Galilei. Þar eð við viljum einnig kynna okkur, hvernig ólíkar setningar varpa ljósi hver á aðra, skulum við gera ráð fyrir, að ekki sé um fyrstu nasasjón af leikritinu að ræða. Það hefst með morgunþvotti hins fjörutíu og sex ára gamla manns, sem hlé verður á, 142
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.