Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 53
LÍTIL STEFNUSKRÁ FYRIR LEIKLISTINA
69 Allar framfarir, sérhver undirokun náttúrunnar í þágu þeirrar fram-
leiðslu, sem leiðir til umsköpunar þj óðfélagsins, allar tilraunir í nýja átt, sem
mannkyniö hefur ráðizt í til að hœta hlutskipti sitt, veita okkur nefnilega,
hvort sem þeim er lýst í bókmenntunum sem heppnuðum eða misheppnuðum,
sigurgleði og trúartraust og fá okkur til að njóta einmitt þessa: að allir hlutir
skuli vera breytanlegir. Þessu kemur Galilei orðum að, þegar hann segir:
„Það er mín skoðun, að jörðin sé mjög göfug og aðdáunarverð, vegna þeirra
mörgu og margvíslegu breytinga, sem koma látlaust fram á henni.“
70 Útlegging sagnarinnar og miðlun hennar með viðeigandi aöferðum,
sem gera hana framandi, er aöalverkefni leikhússins. Og það er ekki leikar-
inn, sem á að gera allt, endaþótt ekkert megi gera án tillits til hans. „Sögnin“
er útlögð, borin fram og höfð til sýnis af leikhúsinu í heild, af leikurunum,
leiktjaldamálurunum og -smiðunum, sminkurunum, búningafólkinu, tónlistar-
mönnunum og dönsurunum. Þau leggja öll list sína í hið sameiginlega fyrir-
tæki, en vissulega láta þau ekki af sj álfstæði sínu fyrir það.
71 Hinn almenna gestus sýningarinnar, sem ávallt fer á undan þeim sér-
staka gestus, sem verið er að sýna, efla skírskotanir tónlistarinnar til áhorf-
enda í söngvunum. Fyrir því ættu leikararnir ekki „að líða yfir í“ sönginn,
heldur greina hann skýrt frá öðru, en það er bezt að gera með sérstökum ráð-
stöfunum á sviðinu, svo sem lj ósabreytingum eða notkun titla. Tónlistin verð-
ur að sínu leyti að vera alveg gagnstæð þeirri einhæfni, sem yfirleitt er af
henni krafizt og gerir hana að auvirðilegri þernu, er hugsar ekki fyrir sjálfa
sig. Hún á ekki að „leika undir“, nema þá til skýringar. Hún á ekki að láta sér
nægja „að túlka sig sjálfa“ með því einfaldlega að þurrausa sig þeim stemn-
ingum, sem atvikin koma henni í. Þannig velti Eisler vandlega fyrir sér sam-
hengi málsatvikanna, þegar hann gerði, við grímugöngu gildanna í föstuinn-
gangsatriðinu í „Galilei“, sigurglaða og ógnandi tónlist, sem har með sér hina
ólgandi andstöðu, er sauösvartur almúginn veitti stjörnufræðikenningum lær-
dómsmannsins. Með því að syngja kalt og tilfinningalaust heppnaðist á líkan
máta söngvaranum, sem lýsir björgun stúlkunnar á barninu — sýndri með
látbrigðum — í „Krítarhringnum í Kákasus“, að afhjúpa hörmungar þeirra
tíma, þegar móðurþel getur orðið sjálfstortímandi veildeiki. Þannig getur
tónlistin á margan hátt staðið alveg sjálfstæð og tekið á sína vísu afstöðu til
málefnanna, en þó getur hún líka aðeins annazt tilbreytingu í skemmtuninni.
147