Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 61
BERTOLT BRECHT Tilraunin Opinberum ferli mikilmennisins Francis Bacons lauk eins og ómerkilegri dæmisögu um hið hæpna orðtak: Óréttur borgar sig ekki. Þegar hann var æðsti dómari ríkisins, sannaðist á hann mútuþægni, og hann var settur í tukthús. Þau ár, sem hann var æðsti dómari, teljast eitthvert myrkasta og smánarlegasta tímabil enskrar sögu, fyrir sífelldar aftökur, veitingar skaðsam- legra einokunarleyfa, löglausar fangelsanir og uppkvaðningar gerræðisfullra dóma. Eftir afhjúpun hans og játningu olli frægð hans sem lærdómsmanns og heimspekings því, að athæfi hans spurðist langt út fyrir landamæri ríkis- ins. Hann var aldraður maður, þegar honum var sleppt úr fangelsinu og leyft að hverfa aftur heim á búgarð sinn. Líkamsþróttur hans var skertur, af því erfiði sem það hafði kostað hann að koma öðrum á kné og af þeim þj áning- um sem aðrir höfðu bakað honum, þegar þeir komu honum sjálfum á kné. En hann var ekki fyrr kominn heim en hann hóf að iðka náttúruvísindi af miklu kappi. Honum hafði mistekizt að ráða yfir mönnunum. Nú notaði hann þá krafta, sem hann enn bjó yfir, til að rannsaka hvernig mannkynið gæti með hægustu móti náð valdi yfir náttúruöflunum. Þar sem rannsóknir hans voru helgaðar hagnýtum efnum, lagði hann leið sína margsinnis burt úr lestrarstofunni út á akrana og inn í garðana og pen- ingshúsin. Hann ræddi stundum saman við garðyrkjumennina um það, hvern- ig aldintrén yrðu kynbætt, eða leiðbeindi vinnustúlkunum, hvernig þær skyldu mæla mjólkurmagn hverrar einstakrar kýr. Einn hestasveinninn vakti sér- staka athygli hans. Dýrmætur hestur hafði veikzt, og tvisvar á dag gaf sveinn- inn heimspekingnum skýrslu. Áhugi hans og athyglisgáfa heilluðu hinn aldur- hnigna mann. En kvöld eitt þegar hann kom út í hesthúsið, sá hann gamla konu standa hjá sveininum og heyrði hana segja: „Hann er slæmur maður, varaðu þig á honum. Og þó aldrei nema hann sé háttsett persóna og hafi peninga eins og 155
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.