Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 61
BERTOLT BRECHT
Tilraunin
Opinberum ferli mikilmennisins Francis Bacons lauk eins og ómerkilegri
dæmisögu um hið hæpna orðtak: Óréttur borgar sig ekki. Þegar hann
var æðsti dómari ríkisins, sannaðist á hann mútuþægni, og hann var settur
í tukthús. Þau ár, sem hann var æðsti dómari, teljast eitthvert myrkasta og
smánarlegasta tímabil enskrar sögu, fyrir sífelldar aftökur, veitingar skaðsam-
legra einokunarleyfa, löglausar fangelsanir og uppkvaðningar gerræðisfullra
dóma. Eftir afhjúpun hans og játningu olli frægð hans sem lærdómsmanns
og heimspekings því, að athæfi hans spurðist langt út fyrir landamæri ríkis-
ins.
Hann var aldraður maður, þegar honum var sleppt úr fangelsinu og leyft
að hverfa aftur heim á búgarð sinn. Líkamsþróttur hans var skertur, af því
erfiði sem það hafði kostað hann að koma öðrum á kné og af þeim þj áning-
um sem aðrir höfðu bakað honum, þegar þeir komu honum sjálfum á kné.
En hann var ekki fyrr kominn heim en hann hóf að iðka náttúruvísindi af
miklu kappi. Honum hafði mistekizt að ráða yfir mönnunum. Nú notaði hann
þá krafta, sem hann enn bjó yfir, til að rannsaka hvernig mannkynið gæti
með hægustu móti náð valdi yfir náttúruöflunum.
Þar sem rannsóknir hans voru helgaðar hagnýtum efnum, lagði hann leið
sína margsinnis burt úr lestrarstofunni út á akrana og inn í garðana og pen-
ingshúsin. Hann ræddi stundum saman við garðyrkjumennina um það, hvern-
ig aldintrén yrðu kynbætt, eða leiðbeindi vinnustúlkunum, hvernig þær skyldu
mæla mjólkurmagn hverrar einstakrar kýr. Einn hestasveinninn vakti sér-
staka athygli hans. Dýrmætur hestur hafði veikzt, og tvisvar á dag gaf sveinn-
inn heimspekingnum skýrslu. Áhugi hans og athyglisgáfa heilluðu hinn aldur-
hnigna mann.
En kvöld eitt þegar hann kom út í hesthúsið, sá hann gamla konu standa
hjá sveininum og heyrði hana segja: „Hann er slæmur maður, varaðu þig á
honum. Og þó aldrei nema hann sé háttsett persóna og hafi peninga eins og
155