Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 64

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 64
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR leggja á minnið þau latínuorð, sem presturinn söng — minnsta kosti nokkur þeirra. En reyndar bar presturinn orðin sérlega óskýrt fram, og iðulega flutti hann engan tíðasöng. Samt sem áður gat sveinninn eftir dálítinn tíma sungið nokkur vers eftir prestinum. Hestameistarinn gekk fram á hann við eina slíka æfingu að hlöðu- baki og barði hann, þar sem hann hugði að sveinninn væri að skopstæla prestinn. Þannig fékk hann þá snoppung eftir allt saman. Sveininum hafði ekki ennþá tekizt að grufla upp þá staði í tíðabókinni, sem presturinn söng, þegar yfir dundi mikil ógæfa, sem fyrst um sinn batt enda á tilraunir hans til að læra að lesa. Húsbóndinn lagðist banaleguna. Hann hafði verið lasinn allt haustið og var ekki orðinn fullhress, þegar hann vetrardag nokkurn ók í opnum sleða til búgarðs eins í nokkurra mílna fjarlægð. Sveinninn fór með honum. Hann stóð á sleðakj álkanum, við hlið- ina á ekilsætinu. Heimsókninni var lokið. Gamli maðurinn þrammaði í fylgd gestgjafa síns aftur út að sleðanum. Þá sá hann frosinn spörfugl liggja í snjónum. Hann nam staðar og velti honum við með stafnum. „Hve lengi haldið þér hann hafi legið hér?“ heyrði sveinninn hann spyrja gestgjafa sinn, en sjálfur tölti hann á eftir þeim með hitavatnsflösku. Svarið var: „Einn klukkutíma og allt upp í eina viku eða lengur.“ Hinn rýri gamli maður gekk hugsi áfram og kvaddi gestgjafa sinn mjög annarshugar. „Kjötið er ennþá ferskt, Dick,“ sagði hann og sneri sér að sveininum, um leið og sleðinn rann af stað. Þeir höfðu farið drjúgan spöl og miðað vel, þegar rökkrið hneig yfir snæ- breiðuna og frostið herti óðfluga. Þannig vildi það til, að þegar þeir sveigðu inn um hliðið að húsagarðinum, óku þeir yfir hænu, sem vísast hafði sloppið út úr hænsnakofanum. Gamli maðurinn fylgdist með tilraunum ekilsins til að víkja undan hænunni þar sem hún strekkti í veg fyrir sleðann, og gaf merki um að nema staðar, þegar viðleitni hans hafði mistekizt. Hann ruddi af sér voðum og skinnum, steig út úr sleðanum, studdist við arm sveinsins og gekk þangað sem hænan lá, þrátt fyrir viðvaranir ekilsins við kuldanum. Hún var dauð. Gamli maðurinn sagði sveininum að taka hana upp. „Taktu innyflin úr henni,“ skipaði hann. V, - 158
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.