Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 66

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 66
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR í höllinni. Þeir komu honum fyrir sjónir sem risavaxnir svartir fuglar, sem réðust á veikan, varnarlausan mann. Undir kvöldið faldi hann sig í kamersi við ganginn. Það var mjög kalt, og hann hríðskalf af kulda, en hann taldi það þó heppilegt, þar sem tilraunin krafðist þess, að hænunni væri skilyrðislaust haldið kaldri. Meðan kvöldverður stóð yfir, fjaraði hið svarta flóð nokkuð, og sveininum tókst að laumast inn í herbergi hins sjúka. Sjúklingurinn lá aleinn, allir voru að borða. Leslampi með grænni hlíf stóð hjá litla rúminu. Andlit gamla mannsins var undarlega samanskroppið, dregið vaxbleikum fölva. Augun voru lokuð, en hendurnar hreyfðust órótt á stríðri ábreiðunni. Það var mjög heitt í herberginu, gluggunum hafði verið lokað. Sveinninn gekk tvö skref í átt til rúmsins, hélt hænunni fyrir sér krampa- kenndum tökum, og sagði nokkrum sinnum lágri röddu: „Herra!“ Hann fékk ekkert svar. Sjúklingurinn virtist þó ekki sofa, því að varir hans bærðust ann- að veifið, eins og hann væri að tala. Sveinninn ákvað að gera hann varan við sig, þar sem hann var sannfærður um mikilvægi frekari fyrirmæla varðandi tilraunina. En áður hann væri kominn alla leið að rúminu, fann hann kippt í sig aftan frá og hnykkt til baka, þannig að hann varð að dengja hænunni og kassanum á stól. Feitur maður, grár í andliti, horfði á hann eins og morðingja. Sveinninn reif sig lausan af miklu snarræði, þreif kassann og þaut til dyra. Þegar hann kom fram á ganginn, virtist honum sem undirkjallarameistar- inn, er kom upp stigann, hefði séð hann. Það var illt. Hvernig átti hann að sanna, að hann hefði komið að boði húsbóndans, til að leiða mikilvæga til- raun til lykta? Gamli maðurinn var gersamlega á valdi læknanna; lokaðir gluggarnir í herberginu sýndu það. Hitt var víst, að hann sá einn þj óninn ganga yfir húsagarðinn í átt til gripa- húsanna. Hann lét því kvöldmatinn eiga sig og leyndist í fóðurgeymslunni, þegar hann var búinn að koma hænunni fyrir í kjallaranum. Rannsóknin, sem vofði yfir honum, truflaði svefnró hans. Hann skreiddist kviðafullur úr fylgsni sínu morguninn eftir. Enginn skipti sér af honum. Allt var á hræðilegu tjái og tundri á búgarð- inum. Húsbóndinn hafði andazt undir morguninn. Sveinninn ráfaði um allan daginn, eins og hann væri ringlaður eftir höfuð- högg. Honum þótti sem hann mundi yfirleitt aldrei geta hætt að harma meist- ara sinn. Þegar hann síðla dags gekk niður í kjallarann með fulla snjóskál, snerist raun hans yfir þessu upp í áhyggjur yfir hinnu óloknu tilraun; og hann 160
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.