Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 68

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 68
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Matsveinninn missti þolinmæðina. Hann þreif hænuna stórum höndum sín- um og kastaði henni í boga út í húsagarðinn. Sveinninn tók hænuna gremjufullur upp og læddist brott með hana. Tvo næstu daga var ekki annað gert en undirbúa hina viðhafnarmiklu út- för. Sveinninn þurfti að spenna marga hesta fyrir og frá; og þegar hann setti nýjan snjó í kassann á nóttunum, mátti hann heita sofandi, þó að augu hans væru opin. Honum fannst allt vonlaust, hinn nýi tími liðinn. En á þriðja degi, útfarardaginn, þegar hann var búinn að þvo sér og kom- inn í beztu fötin sín, var geðblær hans breyttur. Það var fagurt, bjart vetrar- veður, og hljómur þorpsklukknanna barst út á búgarðinn. Hann var fylltur nýrri von, þegar hann fór niður í kjallarann, þar sem hann virti dauða hænuna fyrir sér lengi og vandlega. Hann gat ekki séð þess nein merki, að farið væri að slá í hana. Hann lagði dýrið varlega í kassann, fyllti hann með hreinum, hvítum snjó, stakk honum undir handlegginn og lagði af stað áleiðis til þorpsins. Hann blístraði glaðlega, þegar hann vatt sér inn í fátæklegt eldhús ömmu sinnar. Hún hafði alið hann upp, af því að foreldrar hans höfðu dáið snemma, og hafði trúnað hans. An þess að skýra fyrst frá innihaldi kassans, sagði hann gömlu konunni, sem var að búa sig upp á til jarðarfararinnar, frá tilraun húsbóndans. Hún hlustaði þolinmóð á hann. „En þetta veit maður þó,“ sagði húri síðan. „Þær verða stífar í kulda og geymast dálítinn tíma. Hvað á að vera svo merkilegt við það?“ „Ég held það sé ennþá hægt að borða hana,“ svaraði sveinninn og reyndi að vera eins kæruleysislegur og honum var unnt. „Að borða hænu, sem búin er að vera dauð í viku? En hún er eitruð!“ „Hversvegna? Ef hún hefur ekkert breytzt, síðan hún drapst? Og hún var heilbrigð, þegar hún lenti undir sleða húsbóndans." „En að innan, að innan er hún skemmd!“ sagði sú gamla og var orðin dá- lítið óþolinmóð. „Ég held ekki,“ sagði sveinnin ákveðinn og horfði skærum augum sínum á hænuna. „Það hefur verið snjór innan í henni allan tímann. Ég er að hugsa um að sj óða hana.“ Það fauk í þá gömlu. „Þú kemur með til jarðarfararinnar,“ sagði hún eins og málið væri útrætt. „Hans tign á það líklega að þér, vil ég meina, að þú gangir skikkanlega á eftir kistunni hans.“ 162
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.