Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 69
TILRAUNIN Sveinninn svaraði henni ekki. Meðan hún batt svarta ullarhymuna um höf- uðið, tók hann hænuna upp úr snjónum, blés seinustu drefjarnar burt og lagði hana á tvo viÖarbúta framan við ofninn. Hún hlyti að þiðna. Sú gamla leit ekki framar á hann. Þegar hún var tilbúin, tók hún í hand- legginn á honum og leiddi hann festulega út um dyrnar. Hann fylgdi henni hlýðinn góðan spöl. Það var fleira fólk á leiö til jarðar- fararinnar, karlar og konur. Skyndilega rak hann upp sársaukaóp. Fótur hans var fastur i skafli. Hann kippti honum upp, afskræmdur í framan, hökti að steini, settist og neri fótinn. „Ég hef snúið á mér fótinn,“ sagði hann. Sú gamla horfði tortryggnislega á hann. „Þú getur vel gengið,“ sagði hún. „Nei,“ sagði hann ólundarlega. „En ef þú trúir mér ekki, þá geturðu setið hj á mér þangaÖ til mér batnar.“ Sú gamla settist þegj andi við hliÖ hans. Stundarfjórðungur leið. Þorpsbúar voru sífellt að fara fram úr þeim, en að sönnu æ strjálar. Þau hímdu bæði þvermóðskufull á vegbrúninni. Þá sagði sú gamla alvarleg: „Hefur hann ekki innrætt þér, að maður á ekki að ljúga?“ Sveinninn anzaði henni engu. Sú gamla reis andvarpandi á fætur. Henni var oröiö mj ög kalt. „Ef þú verður ekki kominn eftir tíu mínútur,“ sagði hún, „þá læt ég hróður þinn vita, svo hann geti rassskellt þig.“ Og þar með kjagaði hún af stað, eins hratt og hún komst, svo að hún missti ekki af útfararræðunni. Sveinninn beið, þangað til hún var komin nógu langt í burtu. Þá stóð hann hægt á fætur. Hann sneri til baka, en leit þó oft um öxl og stakk jafnvel við fyrsta sprettinn. Það var ekki fyrr en limgerði bar á milli hans og gömlu kon- unnar sem hann tók aftur upp venjulegt göngulag sitt. Hann settist hjá hænimni í kofanum og horfði eftirvæntingarfullur á hana. Hann ætlaði að sjóða hana í potti með vatni og kroppa af öðru vængbeininu. Þá kæmist hann að raun um, hvort hún væri eitruö eða ekki. Hann sat þar enn, þegar hann heyrði þrjú fallbyssuskot kveða við. Þeim var hleypt af til heiðurs Francis Bacon, baróni af Verulam, greifa af St. Alban, fyrrum æðsta dómara Englands — manni, sem hafði fyllt ófáa samtíðarmenn sína hryllingi, en einnig vakið mörgum brennandi áhuga á hagnýtum vísind- íim. (Um 1939) Bjarni Benediktsson þýddi. 163
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.