Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Síða 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
8
Hvílíkur orðstír! Hvílík öld!
Æ, einnig við heimtuðum svona gleiðgosaleg jakkaföt
úr grójum efnum
með vattpúða á öxlunum, sem gera menn svo breiða,
að þrír þeirra ná yfir gangstéttina.
Einnig við reyndum að hemja hreyfingar okkar, þegar
við risum upp úr stólunum,
sem við höfðum lagzt í (eins og til eilífðar),
stungum höndunum með hœgð í vasana og hnikuðum okkur
upp á fœturna,
með hœgð,
eins og ríkisbákn, sem riðar til falls.
Og einnig við tróðum munninn fullan af tyggigúmi
(beechnut),
en það var sagt, að það lengdi kjálkana með
tímanum,
og sátum með símalandi skoltana eins og haldin
óseðjandi matgrœðgi.
Einnig við vildum Ijá andliti okkar þetta óttalega
torrœði
,.poker face“-mannsins, sem umgekkst samborgara sína í
líki óleysanlegrar ráðgátu.
Einnig við brostum í síjellu eins og á undan eða á
eftir góðum kaupum,
en þau þykja sönnun um góða starfsemi meltingarfœranna.
Einnig við klöppuðum gjarna á handleggi nábúa okkar
(eintómir væntanlegir viðskiptavinir),
á íœri þeirra og á milli herðablaðanna,
til að komast eftir því, hvernig ná mœtti taki á svona
fuglum,
smjaðurslega og hrifsandi, eins og við klöppum
hundum.
9
Hvílíkt sjálfstraust! En sú atorka!
Þessir vélasalir: þeir stœrstu í heiminum!
Bílaverksmiðjur ráku áróður fyrir barngetnaði: þœr
smíðuðu þegar bíla (með afborgunum)
fyrir hina óbornu! Þeim, sem
hentu nœrri ónotuðum fatnaði (þó þannig,
að hann drajnaði strax í sundur, helzt í kalki!),
166