Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 82
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
eiga ekki allmiklum auðæfum að
fagna af náttúrunnar hendi, hefur
eymd verið afmáð með öllu. Þetta er
athyglisverð staðreynd. Þeirri stað-
reynd er það að þakka að þj óðfélags-
leg yrkisefni af þeirri gerð sem rit-
höfundar á mínu reki þráklifuðu á,
þá er við vorum úngir, missa nú
marks í þessum parti heimsins. Upp
hlýtur að koma önnur spurníng: fyrst
almennri velmegun hefur verið
hrundið í framkvæmd í fjölmennum
og víðlendum samfélögum, þar sem
þó lifa þj óðir upprunnar við ólík skil-
yrði og ekki ævinlega búa við nein
sérstök hlunnindi, hversvegna er þá
ekki samskonar framhrundníng end-
urtekin um heimsbygðina þvera og
endilánga? Eiga tvær manntegundir,
þeir sem njóta allsnægta og hinir sem
þjást af húngursneyð, að búa saman
í þessum litla heimi um allan aldur
og horfa hvor framan í annan yfrum
einhverja tilvilj anlega girðíngu úr
landafræðinni, einsog ekkert væri
eðlilegra?
Vera má að mér hafi sýnst annað
stundum, en nú mundi ég ekki dirfast
að fullyrða að til sé kínalífselixír.
Sérhvert sjúkt svæði er vandamál út-
af fyrir sig og krefst sérstakrar lækn-
íngar. Flestar þær þjóðir sem nú búa
við tiltölulega góða — þó reyndar
misgóða — afkomu, eiga ólíka sögu
að baki. Þær styðjast við ólíkar þjóð-
félagsformúlur, alt frá sameignar-
stefnu kendri við Marx einsog í Rúss-
landi til séreignarfyrirkomulags,
næstum því án formúlu, einsog við-
geingst í Norðurameriku. Þarámilli
liggja ýmis velgeingnislönd með hvert
öðru gerólíka þjóðfélagslega hús-
grind, einsog t. d. Svíþjóð og Sviss.
Síðar á ævinni, þegar ég kyntist
Asíu, Afriku og Suðurameriku, og sá
með eigin augum volæði sem ríkir í
þessum stöðum, varð mér ljóst að það
sem við köllum þjóðfélagsleg vanda-
mál á Vesturlöndum í dag eru hé-
gómamál í samanburði við þau sem
íþýngja öðrum heimshlulum. Það
rann upp fyrir mér að þjóðfélags-
vandamálið sjálft bíður lausnar hinu-
megin við landamæri okkar; og enn-
fremur að landamærum milli mann-
legra allsnægta og mannlegs volæðis
verður ekki komið saman og heim af
neinu viti í þeirri veröld þar sem vér
lifum. Hversu raunveruleg sem slík
landamæri kunna að vera, þá geta
þau aldrei táknað annað en raunveru-
lega villu sem mannleg samábyrgð
verður að leiðrétta, ella bíður heims-
stríð milli fátækra og ríkra þjóða, vel
og illa haldinna manna, sjúkra og
heilbrigðra, með afleiðíngum sem
ekki þarf að útmála.
Sælukent öryggi innan landa-
merkja einhvers allsnægtaþjóðfélags,
eða bandalags slíkra þjóðfélaga, gæti
orðið mönnum skammgóður vermir.
Kanski verða þessi landamerki færð
yfrá okkur þann dag sem vér ætlum
síst. Mannleg samábyrgð ber í sér þá
176