Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Síða 85
SVÖR VIÐ SPURNINGUM RUMENSKS TÍMARITS
2
Um hlutverk rithöfundar gildir það
sama: það hlýtur mjög að mótast af
félagslegum aðstæðum viðkomandi
þjóðar á hverjum tíma. Þó tel ég
vissar meginreglur gilda, hvert sem
samfélagskerfið er: að rithöfundur-
inn leiti þrotlaust þess síbreytilega
sannleika sem gefur hinum ytri form-
um veruleikans lifandi innihald og að
hann sé ætíð reiðubúinn til gagnrýni
og ádeilu gegn hverskonar stöðnun
og ofurvaldi þessara ytri forma — eft-
ir því sem samvizka hans býður hon-
um.
Mér skilst að á þessari tækniöld,
þar sem sjálfvirkar vélar og rafeinda-
heilar munu taka æ meir við andlegu
og líkamlegu erfiði mannsins, hljóti
að slakna á tengslum almennings við
hina vekjandi frumkrafta náttúrunn-
ar sem ævinlega hafa verið sjálf upp-
spretta allrar listar. Sköpuðir list-
rænna verðmæta — og þá ekki sízt
rithöfundar — hljóta því að telja það
sína brýnustu skyldu gagnvart æsku-
lýðnum að sporna við því að tækni-
vísindin rjúfi hið ferska, óbeizlaða
samspil mannlífs og náttúru. Jafnvel
allsnægtir geta leitt mannkynið í ær-
inn vanda, engu síður en örbirgðin
áður, nema því aðeins að sterk and-
leg og siðferðileg öfl nái valdi yfir
þeirri feiknaorku sem nútíminn er að
leysa úr læðingi.
3
Fyrir nær ellefu öldum tóku norsk-
ir landnemar sér bólfestu á íslandi og
stofnuðu sjálfstætt þjóðveldi sem stóð
með menningarlegum blóma hátt á
fjórðu öld og gat meðal annars af sér
fræga sagnalist. Síðan gengu íslend-
ingar norsku og dönsku konungsvaldi
á hönd og bjuggu næstu sjö aldirnar
við svo harðan nýlendukost að stund-
um lá við að þeir tortímdust með öllu.
Á nítjándu öld hófst loks þjóðleg
endurreisn sem lauk með stofnun lýð-
veldis 1944. En einmitt um sama leyti
náði hin forna sagnhefð nýju há-
marki með hinum miklu epísku verk-
um nóbelshöfundarins Halldórs Lax-
ness sem spanna yfir meginkjarna
sögu vorrar og tungu frá öndverðu
um leið og þau skírskota beint til
dýpstu samfélagshræringa nútímans.
íslendingar hafa alla tíð verið mik-
il Ijóðaþjóð og höfðu löngum hið
bundna mál sér að hlífiskildi þegar
harðast svarf að. Með sjálfstæðisbar-
áttunni öðlaðist ljóðlist þeirra nýja
fyllingu, en hin síðustu ár hafa er-
lend áhrif losað mjög um forna brag-
hefð og hugmyndaskipan. Nútíma-
ljóðin bera þess og mikil merki að ný
þj óðfrelsisbarátta er hafin fyrir þá
sök að landið hefur verið hersetið í
rúma tvo áratugi, fyrst af bretum og
síðan bandaríkjamönnum.
Víst ber hér mikið á borgaralegum
skáldskap, en þó má segja að viðhorf
margra hinna fremstu höfunda hafi
179